Pistons vann þá sigur á Toronto Raptors, 129-127.
Pistons var búið að tapa 27 leikjum í röð í deildinni og tap í nótt hefði jafnað lengstu taphrinu í sögu deildarinnar. Það hefði líka farið nálægt lengstu taphrinu í sögu bandarískra íþrótta.
Það met á NFL-liðið Chicago Cardinals, nú Arizona Cardinals, sem tapaði 29 leikjum í röð á árunum 1942 til 1945 en þá var seinni heimsstyrjöldin í fullum gangi.
Cade Cunningham leiddi lið Pistons út úr ógöngunum í nótt með 30 stigum og 12 stoðsendingum.