Lífið

„Verið vel­komin á trúðasýninguna í vor“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það verður væntanlega hörð barátta um forsetastólinn á Bessastöðum næsta hálfa árið. Landsmenn virðast hins vegar misspenntir fyrir kosningunum.
Það verður væntanlega hörð barátta um forsetastólinn á Bessastöðum næsta hálfa árið. Landsmenn virðast hins vegar misspenntir fyrir kosningunum. vísir/vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár.

Guðni tilkynnti það í nýársávarpi sínu í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. 

„Ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til áframhaldandi setu, eitt tímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu, að betra væri láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að teljast veikari þegar allt kemur til alls,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem hægt er að lesa hér.

Vísir tók saman fyrstu viðbrögð við tíðindunum á samfélagsmiðlinum X.

Trúðasýning í vændum

Miðað við fyrstu viðbrögð líst mörgum illa á komandi kosningar. Hrafn Jónsson býður fólk velkomið á trúðasýningu í vor. 

Dóri DNA vill 500 læk

Skemmtikrafturinn Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA var fljótur að biðja um stuðning á X fyrir forsetaframboð. Hann segist ekki vera að grínast.

Munu sakna Guðna

Þó nokkrum líst ekkert á að Guðni sé að hætta.

Ástþór Magnússon líklegur

Ástþór Magnússon sem hefur tvisvar boðið sig fram til forseta án árangurs, og margoft viðrað hugmyndir sínar um embættið, þykir líklegur til að láta meira fyrir sér fara á næstunni.

Kom á óvart

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 

Nánar um það hér:


Tengdar fréttir

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×