Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 14:12 Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir ákvörðun Guðna forseta hafa komið verulega á óvart. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ Þetta segir Ólafur í samtali við fréttastofu. „Guðni fór nú að hluta yfir ástæðurnar fyrir ákvörðuninni en ég held að þetta persónuleg ákvörðun hjá þeim hjónum. Þau hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt en að sitja annað kjörtímabil.“ Guðni greindi frá ákvörðun sinni í nýársávarpi sínu fyrr í dag og er nú ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem munu fara fram 1. júní næstkomandi. Nýr forseti mun svo taka við í ágúst. Farsæll forseti Ólafur segir Guðna hafa verið afskaplega farsælan forseta. Ekki hafi verið mikið um átakamál í kringum Guðna og hann notið fylgis á bilinu 80 til 90 prósent. „Við sáum það að hann var endurkjörinn síðast með yfir 90 prósent atkvæða. Hann hefur boðað frjálslynd viðhorf í þjóðmálum sem þjóðinni virðist hafa líkað mjög vel. Enda eru þar um meirihlutaviðhorf að ræða þó að einhverjir popúlistar, eða lýðhyggjumenn, hafi gagnrýnt hann. En það hafa nú bara verið einhverjar raddir í eyðimörkinni.“ Milli Ólafs Ragnars og Vigdísar Varðandi þær breytingar sem Guðni hafi gert á forsetaembættinu vill Ólafur meina að hann hafi fært embættið nær því eins og það var í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. „Guðni hefur ekki verið að taka pólitíska afstöðu í dægurmálum eins og Ólafur Ragnar gerði stundum. Hann hefur ekki beitt sér pólitískt eins og Ólafur gerði. Guðni hefur þó lýst því yfir – þó hann hafi ekki beitt synjunarvaldinu – að forseti sé sannarlega með synjunarvald. Að aðstæður hefðu getað komið upp þar sem hann hefði getað beitt því. Sömuleiðis var Guðni sama sinnis og Ólafur Ragnar varðandi það að forseti geti synjað forsætisráðherra um þingrof. Þannig að þó að það hafi ekki verið með gjörðum þá var Guðni með yfirlýsingum að staðfesta breytingar á embættinu sem Ólafur Ragnar hafði farið í. Þannig að því leyti er kannski hægt að staðsetja Guðna einhvers staðar á milli Ólafs Ragnars og Vigdísar.“ Fráleitur fjöldi Varðandi framhaldið og yfirvofandi forsetakosningar segir Ólafur að nú munu menn ná sér eftir undrunina og svo munu fjölmargir koma fram og segja fólk hafa komið að máli við sig. „Tilhneigingin hefur verið að margir hafa verið í framboði þegar nýr forseti er kjörinn. Ein af ástæðum þess að einungis þarf 1.500 meðmælendur til að vera í framboði sem er sami fjöldi og var árið 1944. Í tillögum sem Katrín Jakobsdóttir var með um stjórnarskrárbreytingar var gert ráð fyrir þessu, þannig að það væri prósentutala, hlutfall af kjósendum, í stað fastrar tölu. Ef þær hefðu komust í gegn – þær komust náttúrulega ekki í gegn frekar ekki aðrar stjórnarskrárbreytingar síðustu ár – hefði þurft um sex þúsund meðmælendur. Það er eðlilegri tala. 1.500 er gjörsamlega fráleit tala og verður til þess að í hópi frambjóðenda verða einstaklingar eru ekki með nægan stuðning og eiga í raun ekki erindi.“ Ólafur segir einhverja mánuði munu líða þar til að í ljós komi hverjir verði raunverulega í framboði. „En það hefur oft komið verulega á óvart hvaða frambjóðendur verða fylgismiklir þegar upp er staðið. Við sáum það til að mynda þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þá nýhættur í pólitík og formaður flokksins lengst til vinstri, bauð sig fram og stóð að lokum uppi sem forseti.“ Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 „Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Þetta segir Ólafur í samtali við fréttastofu. „Guðni fór nú að hluta yfir ástæðurnar fyrir ákvörðuninni en ég held að þetta persónuleg ákvörðun hjá þeim hjónum. Þau hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt en að sitja annað kjörtímabil.“ Guðni greindi frá ákvörðun sinni í nýársávarpi sínu fyrr í dag og er nú ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem munu fara fram 1. júní næstkomandi. Nýr forseti mun svo taka við í ágúst. Farsæll forseti Ólafur segir Guðna hafa verið afskaplega farsælan forseta. Ekki hafi verið mikið um átakamál í kringum Guðna og hann notið fylgis á bilinu 80 til 90 prósent. „Við sáum það að hann var endurkjörinn síðast með yfir 90 prósent atkvæða. Hann hefur boðað frjálslynd viðhorf í þjóðmálum sem þjóðinni virðist hafa líkað mjög vel. Enda eru þar um meirihlutaviðhorf að ræða þó að einhverjir popúlistar, eða lýðhyggjumenn, hafi gagnrýnt hann. En það hafa nú bara verið einhverjar raddir í eyðimörkinni.“ Milli Ólafs Ragnars og Vigdísar Varðandi þær breytingar sem Guðni hafi gert á forsetaembættinu vill Ólafur meina að hann hafi fært embættið nær því eins og það var í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. „Guðni hefur ekki verið að taka pólitíska afstöðu í dægurmálum eins og Ólafur Ragnar gerði stundum. Hann hefur ekki beitt sér pólitískt eins og Ólafur gerði. Guðni hefur þó lýst því yfir – þó hann hafi ekki beitt synjunarvaldinu – að forseti sé sannarlega með synjunarvald. Að aðstæður hefðu getað komið upp þar sem hann hefði getað beitt því. Sömuleiðis var Guðni sama sinnis og Ólafur Ragnar varðandi það að forseti geti synjað forsætisráðherra um þingrof. Þannig að þó að það hafi ekki verið með gjörðum þá var Guðni með yfirlýsingum að staðfesta breytingar á embættinu sem Ólafur Ragnar hafði farið í. Þannig að því leyti er kannski hægt að staðsetja Guðna einhvers staðar á milli Ólafs Ragnars og Vigdísar.“ Fráleitur fjöldi Varðandi framhaldið og yfirvofandi forsetakosningar segir Ólafur að nú munu menn ná sér eftir undrunina og svo munu fjölmargir koma fram og segja fólk hafa komið að máli við sig. „Tilhneigingin hefur verið að margir hafa verið í framboði þegar nýr forseti er kjörinn. Ein af ástæðum þess að einungis þarf 1.500 meðmælendur til að vera í framboði sem er sami fjöldi og var árið 1944. Í tillögum sem Katrín Jakobsdóttir var með um stjórnarskrárbreytingar var gert ráð fyrir þessu, þannig að það væri prósentutala, hlutfall af kjósendum, í stað fastrar tölu. Ef þær hefðu komust í gegn – þær komust náttúrulega ekki í gegn frekar ekki aðrar stjórnarskrárbreytingar síðustu ár – hefði þurft um sex þúsund meðmælendur. Það er eðlilegri tala. 1.500 er gjörsamlega fráleit tala og verður til þess að í hópi frambjóðenda verða einstaklingar eru ekki með nægan stuðning og eiga í raun ekki erindi.“ Ólafur segir einhverja mánuði munu líða þar til að í ljós komi hverjir verði raunverulega í framboði. „En það hefur oft komið verulega á óvart hvaða frambjóðendur verða fylgismiklir þegar upp er staðið. Við sáum það til að mynda þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þá nýhættur í pólitík og formaður flokksins lengst til vinstri, bauð sig fram og stóð að lokum uppi sem forseti.“
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 „Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07
„Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07