Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar