Lífið

Simmi Vill af­myndaður í upp­hafi árs

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmar Vilhjálmsson er með myndarlegri mönnum er það ekki í dag, því hann er með það sem heitir heimakoma sem er bakteríusýking í húð sem veldur því að hún bólgnar.
Sigmar Vilhjálmsson er með myndarlegri mönnum er það ekki í dag, því hann er með það sem heitir heimakoma sem er bakteríusýking í húð sem veldur því að hún bólgnar. vísir/vilhelm/skjáskot

Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður, formaður Atvinnufjelagsins, byrjar árið með heimakomu.

Simmi, sem er með myndarlegri mönnum er ekki vanur að pukrast með eitt eða neitt. Hann kynnti vinum sínum á Facebook nýtt verkefni sem hann þarf að takast á við nú í upphafi árs, sem er að vera afmyndaður í andliti.

„Við byrjum árið 2024 með smá verkefni,“ segir Simmi á svokölluðu story á Facebook. Hann beinir í fyrstu myndavélinni að vinstri vanga andlits síns og allt virðist í stakasta lagi.

„Fyrir tveimur dögum bólgnaði aðeins nefið á mér. Ég skildi ekki alveg hvað þetta var. Ég er með eitthvað sem heitir heimakoma,“ segir Simmi.

Myndavélina færir hann svo á hægri vangann og þá kemur í ljós bólga svo mikil að andlit hans er afmyndað. „Þetta byrjaði með smá bólgu í nefinu og svo færðist hún. Og jókst,“ segir Simmi. Hann hlær og segir þetta er rosalegt. „Byrjum nýtt ár á skemmtilegu verkefni.“

Og ekki er að sjá að Simmi láti þetta slá sig út af laginu því í næsta myndbroti er hann að dunda sér við að útbúa sér afskaplega djúsí humarsamloku. Hann segist elska góða afganga og stundum sé frábært að eiga góða slíka frá áramótamatnum. „Þó maður sé bólginn í andlitinu. Ég elska góða afganga.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×