Luke Littler rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 07:50 Luke Littler fagnar sigri í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Getty/Tom Dulat Luke Littler varð í gær sá langyngsti í sögunni sem nær að komast alla leið í úrslitaleikinn um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira
Littler vann öruggan 6-2 sigur á Rob Cross í undanúrslitaleiknum sínum og mætir Luke Humphries í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsendingin klukkan 20.00. Littler er enn bara sextán ára gamall og er því rúmum fjórum árum yngri en sá sem átti metið áður. Fyrir mótið í ár var Kirk Shepherd sá yngsti til að komast í úrslitaleikinn á HM en hann var 21 árs og 88 daga gamall þegar hann spilaði til úrslita árið 2008. 16 year old darts sensation Luke Littler takes on Luke Humphries in the final of the PDC World Championship.He told #BBCBreakfast it's 'crazy' to be in the final https://t.co/T8budMXdat pic.twitter.com/e7uZKf3liM— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 3, 2024 Littler verður 16 ára og 346 daga gamall þegar hann keppir í Ally Pally í kvöld. Strákurinn er þegar búinn að vinna sér inn tvö hundruð þúsund pund í verðlaunafé en það jafngildir tæpum 35 milljónum króna. „Það er klikkað að hugsa til þess að ég sé í úrslitaleiknum á mínu fyrsta heimsmeistaramóti,“ sagði Luke Littler við Sky Sports eftir leikinn. „Ég hefði verið ánægður með það að vinna bara einn leik og núna get ég farið alla leið. Þetta er ekki auðvelt. Ég var að spila við Rob sem varð heimsmeistari á sínu fyrsta móti. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Littler. Aðspurður um undirbúning sinn fyrir úrslitaleikinn í kvöld þá svaraði strákurinn: „Ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera. Ég mun fá mér osta og skinku ommelettu í morgunmat, mæti síðan hingað, fæ mér pizzu og byrja síðan að hita upp. Þannig hefur þetta verið allan tímann,“ sagði Littler. Luke Humphries vann sinn undanúrslitaleik 6-0 og með því að komast í úrslitaleikinn þá tryggði hann sér fyrsta sætið á heimslistanum. Hann verður því örugglega erfiðasti mótherji Littler á þessu heimsmeistaramóti. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira