Arnar Þór ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 11:51 Arnar Þór Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira