„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. janúar 2024 12:51 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma og almennrar lyflækningadeildar, segir ástandið á Landspítalanum vera sögulega erfitt. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira