Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2024 19:30 Már Kristjánsson segir álagið meira en áður hefur sést. Vísir/Arnar Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26