„Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 06:37 Þórarinn Eyfjörð segir yfirstandandi viðræður ekkert hafa að gera með þjóðarsátt. Stöð 2 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og fyrsti varaformaður BSRB, segir ekkert samráð hafa verið haft við heildarsamtök opinberra starfsmanna í tengslum við yfirstandandi viðræður Samtaka atvinnulífsins og nokkurra leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held að ekki nokkur maður hafi tekið upp símann til að ræða við einn eða neinn á þeim vettvangi,“ segir Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann einnig. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað leiðtoga þeirra félaga sem hafa ákveðið að vera í samfloti í viðræðum sínum við SA til fundar í dag. Þetta eru Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Vilhjálmur Birgisson fyrir Starfsgreinasambandið, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Vagni Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar, að hann trúi ekki öðru en að stjórnvöld og ríkið muni skoða það vel að eiga aðild að viðræðum „sem snúa að þjóðarsátt á vinnumarkaði“. Stjórnvöld geti sótt í varasjóð til að taka á óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum en í sjóðnum séu 40 til 50 milljarðar króna. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
„Ég held að ekki nokkur maður hafi tekið upp símann til að ræða við einn eða neinn á þeim vettvangi,“ segir Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir hann einnig. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað leiðtoga þeirra félaga sem hafa ákveðið að vera í samfloti í viðræðum sínum við SA til fundar í dag. Þetta eru Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Vilhjálmur Birgisson fyrir Starfsgreinasambandið, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Vagni Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar, að hann trúi ekki öðru en að stjórnvöld og ríkið muni skoða það vel að eiga aðild að viðræðum „sem snúa að þjóðarsátt á vinnumarkaði“. Stjórnvöld geti sótt í varasjóð til að taka á óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum en í sjóðnum séu 40 til 50 milljarðar króna.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira