„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2024 15:01 Róbert segir enga stjórn hægt að hafa á bílum þegar ekið er niður brekkuna í hálku eins og þeirra sem sést á myndinni. Vísir Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. „Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“ Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira