Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 17:13 Katrín Jakobsdóttir segir mál Svandísar og Bjarna ekki sambærileg og að álit Umboðsmanns sé ekki tilefni til róttækra aðgerða. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín. Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira