Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 13:11 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31