Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 13:11 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31