Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 13:11 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31