Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 10:13 Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði. Lögregla í Danmörku Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni á S-Sjálandi og Lálandi Falster að maðurinn sé grunaður um að hafa nauðgað Emilie. Morðið á Emilie vakti mikla athygli á sínum tíma en hún fannst látin í stöðuvatni í vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016. Þá hafði hennar verið saknað í fimm mánuði. Lögreglu varð lítið sem ekkert framgengt í málinu þar til í fyrra vor. Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður var þá handtekinn í tengslum við hvarf Filippu, þrettán ára stúlku í Kirkerup í mars. Stúlkan hafði verið að bera út blöð þegar maðurinn nam hana á brott og reyndi að drepa og nauðgaði henni. Lögregla fann hana á lífi á heimili mannsins. Mál Emilie vakti mikla athygli bæði í Danmörku og víðar og tók lögregla fljótlega að kanna hvort maðurinn kynni að tengjast morðinu á Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa 8. nóvember 2022 hótað fimmtán ára gamalli stúlku með hníf í bænum Sorø, beitt hana ofbeldi, slegið í magann og reynt að nauðga henni. Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu að maðurinn verði leiddur fyrir dómara í maí og það verði dómstóla að komast að hvort maðurinn sé sekur. Maðurinn hefur lýst yfir sakleysi í máli meng og fyrir líkamsárásina í Sorø. Maðurinn játaði sök að hluta í ákæru vegna brottnáms hinnar þrettán ára gömlu stúlku. Hann neitaði þó fyrir dómi að hafa svipt hana frelsi og nauðgað henni. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. 26. apríl 2023 10:13 „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglunni á S-Sjálandi og Lálandi Falster að maðurinn sé grunaður um að hafa nauðgað Emilie. Morðið á Emilie vakti mikla athygli á sínum tíma en hún fannst látin í stöðuvatni í vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016. Þá hafði hennar verið saknað í fimm mánuði. Lögreglu varð lítið sem ekkert framgengt í málinu þar til í fyrra vor. Þrjátíu og tveggja ára gamall karlmaður var þá handtekinn í tengslum við hvarf Filippu, þrettán ára stúlku í Kirkerup í mars. Stúlkan hafði verið að bera út blöð þegar maðurinn nam hana á brott og reyndi að drepa og nauðgaði henni. Lögregla fann hana á lífi á heimili mannsins. Mál Emilie vakti mikla athygli bæði í Danmörku og víðar og tók lögregla fljótlega að kanna hvort maðurinn kynni að tengjast morðinu á Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa 8. nóvember 2022 hótað fimmtán ára gamalli stúlku með hníf í bænum Sorø, beitt hana ofbeldi, slegið í magann og reynt að nauðga henni. Fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu að maðurinn verði leiddur fyrir dómara í maí og það verði dómstóla að komast að hvort maðurinn sé sekur. Maðurinn hefur lýst yfir sakleysi í máli meng og fyrir líkamsárásina í Sorø. Maðurinn játaði sök að hluta í ákæru vegna brottnáms hinnar þrettán ára gömlu stúlku. Hann neitaði þó fyrir dómi að hafa svipt hana frelsi og nauðgað henni.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. 26. apríl 2023 10:13 „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. 26. apríl 2023 10:13
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30
Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. 17. apríl 2023 09:56