Opið bréf til heilbrigðisráðherra Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:31 Áttu nokkuð heilsugæslu, láttu vita innan þriggja vikna? Það er einmitt svona sem auglýsing Fjársýslunar f.h. Ríkiseigna hljómar í mín eyru. Það er auðvitað á vitorði allra sem búa í Uppsveitum Árnessýslu að forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands langi ógurlega að færa heilsugæsluna frá Laugarási yfir á Flúðir. Hvers vegna, það veit aftur á móti enginn. Er það húsnæðið sjálft, staðsetningin eða eitthvað allt annað? Að gefa þriggja vikna frest til að koma með hugmyndir að nýrri staðsetningu staðfestir því miður orðróm um að það sé þegar búið að ákveða að heilsugæslan fara á Flúðir. Aðeins á einum stað í Uppsveitum Árnessýslu er til sérstakt húsnæði fyrir heilsugæslu. Húsnæði sem var vandlega byggt sem slíkt fyrir 25 árum síðan. Kannski hentar tómt bakarí betur fyrir heilsugæslustöð nútímans það má vel vera. Ég ætla láta það ógert að ræða um húsnæðið sjálft eða að Laugarás sem besti staðurinn fyrir heilsugæslu. Bréf þetta fjallar ekki um Laugarás né núverandi húsnæði heilsugæslunnar. Bréfinu er ætlað að vekja háttvirtan heilbrigðisráðherra til umhugsunar um vinnubrögð HSU í þessu máli. Það heyrðist því miður til þín kæri ráðherra á íbúafundi sem haldinn var um málið þar sem þú sagðist vita lítið um málið og værir kominn til að bakka forstjóra HSU upp í sínu máli. Kæri Willum Þór. Þetta er ekki fótboltaleikur, þú ert ekki þjálfarinn sem stendur með þínu liði. Þú værir í besta falli dómarinn. Þú ert ráðherra yfir býsna mikilvægum og viðkvæmum málaflokki. Það er þitt hlutverk í þessu máli að horfa blákalt á staðreyndir og bregðast við ef ítrekað sé bent á að vinnubrögð séu ekki rétt. Ég geri ráð fyrir því að þú vitir það og þess vegna hafir þú lofað á fundinum að það yrði bakkað með málið. Ég trúi því líka að þú áttir þig á fylgi framsóknarflokksins í Uppsveitum Árnessýslu og bregðist við, þó það væri ekki nema þess vegna. Nú liggur fyrir óljós auglýsing með þriggja vikna fresti til þess að koma með hugmyndir að nýrri heilsugæslustöð. Það styður því miður allan orðróm um að ferlið hafi allan tímann byrjað og endað á síðasta þrepi. Ég skildi orð þín og forstjóra HSU á íbúafundinum á þann veg að það yrði bakkað með málið á byrjunarreit. Sá ekki fyrir mér að þið hafið átt við að bíða í nokkrar vikur með að setja auglýsingu í loftið. Ferlið sem er verið að óska eftir að verði unnið er ekki ýkja flókið í raun. Það vill svo til að heilsugæslur má finna um allan heim. Það eru nefnilega til ýmis fræði um hvernig skal standa að rekstri slíkra stofnanna og það eru meira að segja til sérstök fræði um hvernig skal staðsetja slíkar stofnanir þannig þær þjóni sínu hlutverki sem best. Fari heilsugæslan á Flúðir án þess að hafa farið í gegnum eðlilegt ferli, fáum við aldrei vitað hvort framkvæmdin hafi verið sú rétta eða ekki. Það væri bagalegt fyrir alla. Með von um að orð þín frá íbúafundinum rifjist upp fyrir þér og þú biður forstjóra HSU um að setja málið raunverulega aftur á byrjunarreit. Eigi heilsugæslan best heima á Flúðum skal ég fagna því. Svo það verði ekki áfram misskilningur um hvað er átt við um að byrja á byrjuninni þá fylgir hér gróf hugmynd um hvernig eðlilegt ferli gæti litið út. Fyrsta þrep. Byrja á því að greina vandlega hvert raunverulegt vandamálið er og gera áætlun um hvernig á að leysa það í góðu samráði við hagaðila. ATH! Hér hefði verið gott að vera alveg með það á hreinu hvort vandamálið væri staðsetningin eða húsnæðið eða bæði eða eitthvað allt annað og upplýsa með skýrum hætti um það. Annað þrep. Þegar vandamálið liggur fyrir þá væri skynsamlegt að fá til að mynda sérfróðra aðila sem og heimamenn til þess að spegla það út frá ýmsum sjónarhornum. Þannig að til verði víðtækar og góðar upplýsingar til að vinna með. Þriðja þrep. Hér er mikilvægt að búa til vettvang og gefa ráðrúm fyrir góðar hugmyndir og lausnir. Hér þarf að gefa greinagóðar upplýsingar um eftir hvers konar hugmyndum sé verið að leita eftir. ATH! Mikilvægt er að veita skynsamlega fresti til þess að skila inn slíkum hugmyndum. Þrjár vikur í frest er ekki skynsamlegur tímarammi ef það er verið að leita að raunverulegum lausnum! Fjórða þrep. Hér er mjög mikilvægt að vinna áfram í víðtæku samráði við alla hagaðila að því að velja bestu lausnina fyrir alla. ATH! Hér þarf að gæta þess að vandamálið sem átti að leysa í upphafi hafi ekki týnst á leiðinni. Það getur verið vandasamara en það hljómar, sérstaklega ef það var aldrei skýrt í upphafi. Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Áttu nokkuð heilsugæslu, láttu vita innan þriggja vikna? Það er einmitt svona sem auglýsing Fjársýslunar f.h. Ríkiseigna hljómar í mín eyru. Það er auðvitað á vitorði allra sem búa í Uppsveitum Árnessýslu að forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands langi ógurlega að færa heilsugæsluna frá Laugarási yfir á Flúðir. Hvers vegna, það veit aftur á móti enginn. Er það húsnæðið sjálft, staðsetningin eða eitthvað allt annað? Að gefa þriggja vikna frest til að koma með hugmyndir að nýrri staðsetningu staðfestir því miður orðróm um að það sé þegar búið að ákveða að heilsugæslan fara á Flúðir. Aðeins á einum stað í Uppsveitum Árnessýslu er til sérstakt húsnæði fyrir heilsugæslu. Húsnæði sem var vandlega byggt sem slíkt fyrir 25 árum síðan. Kannski hentar tómt bakarí betur fyrir heilsugæslustöð nútímans það má vel vera. Ég ætla láta það ógert að ræða um húsnæðið sjálft eða að Laugarás sem besti staðurinn fyrir heilsugæslu. Bréf þetta fjallar ekki um Laugarás né núverandi húsnæði heilsugæslunnar. Bréfinu er ætlað að vekja háttvirtan heilbrigðisráðherra til umhugsunar um vinnubrögð HSU í þessu máli. Það heyrðist því miður til þín kæri ráðherra á íbúafundi sem haldinn var um málið þar sem þú sagðist vita lítið um málið og værir kominn til að bakka forstjóra HSU upp í sínu máli. Kæri Willum Þór. Þetta er ekki fótboltaleikur, þú ert ekki þjálfarinn sem stendur með þínu liði. Þú værir í besta falli dómarinn. Þú ert ráðherra yfir býsna mikilvægum og viðkvæmum málaflokki. Það er þitt hlutverk í þessu máli að horfa blákalt á staðreyndir og bregðast við ef ítrekað sé bent á að vinnubrögð séu ekki rétt. Ég geri ráð fyrir því að þú vitir það og þess vegna hafir þú lofað á fundinum að það yrði bakkað með málið. Ég trúi því líka að þú áttir þig á fylgi framsóknarflokksins í Uppsveitum Árnessýslu og bregðist við, þó það væri ekki nema þess vegna. Nú liggur fyrir óljós auglýsing með þriggja vikna fresti til þess að koma með hugmyndir að nýrri heilsugæslustöð. Það styður því miður allan orðróm um að ferlið hafi allan tímann byrjað og endað á síðasta þrepi. Ég skildi orð þín og forstjóra HSU á íbúafundinum á þann veg að það yrði bakkað með málið á byrjunarreit. Sá ekki fyrir mér að þið hafið átt við að bíða í nokkrar vikur með að setja auglýsingu í loftið. Ferlið sem er verið að óska eftir að verði unnið er ekki ýkja flókið í raun. Það vill svo til að heilsugæslur má finna um allan heim. Það eru nefnilega til ýmis fræði um hvernig skal standa að rekstri slíkra stofnanna og það eru meira að segja til sérstök fræði um hvernig skal staðsetja slíkar stofnanir þannig þær þjóni sínu hlutverki sem best. Fari heilsugæslan á Flúðir án þess að hafa farið í gegnum eðlilegt ferli, fáum við aldrei vitað hvort framkvæmdin hafi verið sú rétta eða ekki. Það væri bagalegt fyrir alla. Með von um að orð þín frá íbúafundinum rifjist upp fyrir þér og þú biður forstjóra HSU um að setja málið raunverulega aftur á byrjunarreit. Eigi heilsugæslan best heima á Flúðum skal ég fagna því. Svo það verði ekki áfram misskilningur um hvað er átt við um að byrja á byrjuninni þá fylgir hér gróf hugmynd um hvernig eðlilegt ferli gæti litið út. Fyrsta þrep. Byrja á því að greina vandlega hvert raunverulegt vandamálið er og gera áætlun um hvernig á að leysa það í góðu samráði við hagaðila. ATH! Hér hefði verið gott að vera alveg með það á hreinu hvort vandamálið væri staðsetningin eða húsnæðið eða bæði eða eitthvað allt annað og upplýsa með skýrum hætti um það. Annað þrep. Þegar vandamálið liggur fyrir þá væri skynsamlegt að fá til að mynda sérfróðra aðila sem og heimamenn til þess að spegla það út frá ýmsum sjónarhornum. Þannig að til verði víðtækar og góðar upplýsingar til að vinna með. Þriðja þrep. Hér er mikilvægt að búa til vettvang og gefa ráðrúm fyrir góðar hugmyndir og lausnir. Hér þarf að gefa greinagóðar upplýsingar um eftir hvers konar hugmyndum sé verið að leita eftir. ATH! Mikilvægt er að veita skynsamlega fresti til þess að skila inn slíkum hugmyndum. Þrjár vikur í frest er ekki skynsamlegur tímarammi ef það er verið að leita að raunverulegum lausnum! Fjórða þrep. Hér er mjög mikilvægt að vinna áfram í víðtæku samráði við alla hagaðila að því að velja bestu lausnina fyrir alla. ATH! Hér þarf að gæta þess að vandamálið sem átti að leysa í upphafi hafi ekki týnst á leiðinni. Það getur verið vandasamara en það hljómar, sérstaklega ef það var aldrei skýrt í upphafi. Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar