Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 14:00 Slökkviliðsmaður berst við sinueld á Vatnsleysuströnd. Vísir/Vilhelm Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“ Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Hitastigið var því afar nærri því að fara yfir 1,5 gráðu mörkin, sem vísindamenn hafa sagt að skipti verulegu máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þjóðir heims sammæltust um það árið 2015 í Parísarsamkomulaginu að halda hlýnun jarðar af völdum mannkyns innan þessara marka. Fram kemur í umfjöllun BBC að vísindamenn hafi ekki getað séð fyrir að árið í ár yrði eins hlýtt og raun ber vitni. Í upphafi árs hafi hitamet sjaldan fallið en eftir því sem liðið hafi á árið hafi hitamet fallið nánast hvern einasta dag. Þau hafi fallið 116 daga í röð á milli 15. ágúst og 8. desember. Þess er getið að áhrifa hækkandi hitastigs hafi gætt víða á plánetunni, meðal annars í miklum gróðureldum í Norður-Ameríku, þurrkum og flóðum í austari hluta Afríku svo dæmi séu tekin. Þá hefur hiti sjávar aldrei verið eins mikill og bráðnun jökla aldrei meiri, meðal annars við Suðurskautslandið og á norðurhveli jarðar. BBC hefur eftir Zeke Hausfather, bandarískum vísindamanni, að margar spurningar vakni um þá ofsafengnu hlýnun sem orðið hafi árið 2023. Hann lætur þess getið að El Niño veðurfyrirbrigðið útskýri að hluta hátt hitastig á árinu, en þó alls ekki að öllu leyti. Veðurfyrirbrigðinu fylgir allajafna hlýrra loftslag en vísindamenn hafi ekki búist við þeim áhrifum sem fram hafi komið nú. Með El Niño er átt við breytingar sem verða að meðaltali á fimm ára fresti á staðvindum í Kyrrahafinu, sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Andstæða þess er La Nina þegar sjávarhitinn verður óvenju kaldur. Um er að ræða fyrirbrigði sem bera ábyrgð á hnattrænum sveiflum í veðri frá ári til árs. Tekið er fram í umfjöllun BBC að hitastigið árið 2023 hafi þó verið töluvert hærra en síðast þegar áhrifa El Nino gætti og því sé ekki eingöngu hægt að rekja hitastigið til þess. Árin 2016 og 1998, þegar áhrifa El Nino gætti, voru meðal þeirra hlýjustu á skrá en 2023 er mun hlýrra en þau ár. Haft er eftir vísindamönnum að það sé til mikils að vinna í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun ef takist að koma í veg fyrir hækkun hitastigs jarðar um sem nemur 1,5 gráðu. Það sé alveg ljóst að hlýnunin sé af manna völdum en BBC hefur eftir Frederike Otto, vísindamanni við Imperial College háskóla, að hver gráða skipti máli. „Jafnvel þó hitastigið endi á að hækka um 1,6 gráðu í staðinn, þá er það mun betra en að gefast upp þannig að hitastigið hækki um þrjár gráður, sem er það sem núverandi stefna mun færa okkur,“ segir Otto. „Hvert brot úr gráðu skiptir máli.“
Fréttir ársins 2023 Loftslagsmál Veður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira