„Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Jón Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að í stað þess að menntakerfið, skólastjórnendur og kennarar fari í vörn þurfi menn að horfa inn á við, viðurkenna að það verði að gera betur. Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Seint á síðasta ári kom í ljós að fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda á Ísland búi ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Hlutfall nemenda sem nær þessari grunnhæfni hefur lækkað um fjórtán prósentustig frá síðustu könnun. Á sama tíma er þessi tala í kringum þrjú til átta prósent hjá löndum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason hitti Jón Zimsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann segir að við séum einfaldlega í ruglinu. „Auðvitað er ofboðslega margt gott gert hjá okkur og bara fullt af hlutum en hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað. Núna frá 2018 höfum við tapað tæpum tveimur skólaárum, sem þýðir það að ef við ætluðum að fá tíu ára menntun þá fáum við aðeins átta ára menntun í lesskilningi og stærðfræði þrátt fyrir að skólarnir hafi mest verið opnir hér á Íslandi í Covid af öllum skólum í heiminum,“ segir Jón sem bætir við að fólk í menntakerfinu sé mjög mikið að tala niður þessar niðurstöður. „En um leið eru þetta fjörutíu prósent nemanda sem geta ekki lesið sér til gagns. Sem þýðir það að þau geta ekki túlkað upplýsingar á netinu, þau skilja ekki boðskap eða innihald texta og út á það gengur PISA prófið, próf sem er mjög gott að mæla lesskilning. Og lesskilningur er hornsteinn okkar sem þjóðar, tungumálsins og svo að sjálfsögðu lýðræðisins. Þegar við höfum ekki lesskilning og getum ekki hlustað til gagns þá er mjög auðvelt að stjórna okkur,“ segir Jón sem bætir við að það sé hættulegt þegar umræðan gangi út á það að það skuli enginn leita að sökudólgum. „Það er akkúrat þessi firring ábyrgðar í menntakerfinu,“ segir Jón en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hornsteinar menntakerfisins eru ekki á góðum stað
PISA-könnun Ísland í dag Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira