„Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2024 10:04 Steingrímur Gauti opnar listasýningu í París næstkomandi föstudag. Sigtryggur Ari „Mér gengur yfirleitt best ef ég er ekki fyrir sjálfum mér,“ segir listamaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson sem opnar sýningu í galleríi í París á föstudaginn. Það sem hann er ekki fær um að tjá með orðum „Ég hef verið nokkuð iðinn við sýningarhald alveg frá útskrift, aðallega hérna heima en síðustu ár hef ég fengið skemmtileg tækifæri erlendis,“ segir Steingrímur og bætir við að munurinn á að sýna hér heima og erlendis sé í grunninn ekki mikill. „Þú eyðir tíma og orku í að vinna verk og opinberar þig svo alveg fyrir framan alla sem vilja sjá. Ég fer í gegnum mikla sjálfsskoðun í svona sýningarferli og upplifi þetta þannig að ég sé að sýna hluta af sjálfum mér og segja eitthvað sem ég er ekki fær um að tjá með orðum. Það er kannski aðeins öðruvísi spenna að sýna hér á Íslandi þar sem þú veist að vinir þínir og kollegar koma og skoða, á meðan fjarlægðin er meiri úti í heimi.“ Verk eftir Steingrím Gauta.Galerie Marguo Verk í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu Sýning Steingríms heitir Chop Wood, Carry Water og opnar í Galerie Marguo í París. „Þetta er önnur sýningin mín hjá galleríinu en ég hef verið að mála hjá því síðan 2020.“ Steingrímur býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum víðsvegar um heim, ásamt því að hafa haldið einkasýningar bæði hér á landi og í Evrópu Af nýlegum einkasýningum má nefna Mutes í Gallerý Port í Reykjavík og fyrri sýningu hans í Galerie Marguo sem bar heitið Soft Approach. Verk Steingríms má finna í bæði opinberum- og einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. „Þessi sýning hefur svo verið í heilt ár í bígerð, sem er nokkuð lengri tími en ég er vanur að gefa mér. Ég vinn yfirleitt frekar hratt, þannig að ég gerði mikið af verkum sem bæði tóku miklum breytingum og voru endurnýtt sitt á hvað.“ View this post on Instagram A post shared by Galerie Marguo (@galeriemarguo) Zen-heimspekin áhrifamikil Síðastliðin ár hefur Steingrímur að eigin sögn verið mjög upptekinn af Zen-heimspeki sem hefur haft mikil áhrif á bæði vinnubrögð hans og hvernig hann hagar lífinu almennt. „Hugmyndafræðileg merking verkanna hafa svolítið fengið að víkja, allavega í ferlinu. Allt snýst þetta meira og minna um vinnuna sjálfa og vísar titillinn beint í ævafornt Zen-máltæki: „Before enlightenment; chop wood, carry water. After enlightenment; chop wood, carry water.“ Mér gengur yfirleitt best ef ég er ekki fyrir sjálfum mér.“ View this post on Instagram A post shared by Galerie Marguo (@galeriemarguo) Hefur átt erfitt með að réttlæta myndlistarstarfið Aðspurður um hvaðan hann sækir innblásturinn segist Steingrímur yfirleitt ekki hugsa mikið um hann. „Mér finnst erfitt að fá góðar hugmyndir með því að sitja og hugsa. Ég leyfi frekar huga að fylgja hönd og vinn mig í gegnum efnið. Ég veit yfirleitt ekki nákvæmlega hvert þú ert að fara þegar ég byrja, en hægt og rólega hef ég náð að temja mér vinnubrögð sem virka ágætlega. Með æfingu fær maður síðan meira sjálfstraust til þess að ýta þægindarammanum lengra og sleppa tökunum á því sem virkað hefur áður. Samspil sköpunar, egósins og andlegs þroska hefur líka verið mér ofarlega í huga og ég hef oftar en ekki átt erfitt með að staðsetja mig og réttlæta það að starfa við eitthvað sem er jafn óáþreifanlegt og myndlist. Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft. Hugmyndirnar og sköpunin koma frá okkur og vonir okkar flestra snúast um einhvers konar viðurkenningu á eigin ágæti. Við stjórnumst gjarnan af egóinu án þess að gera okkur grein fyrir því. Það er brúin milli innri og ytri heimsins og er því mikilvægt tól í verkfærakistu listamanns. Hins vegar, ef við stjórnumst alfarið af egóinu getur það auðveldlega hindrað andlegan vöxt þar sem stöðug þörfin fyrir viðurkenningu getur leitt til mjög óheilbrigðra og erfiðra tenginga við fyrirframgefnar hugmyndir. Þetta er kannski það sem ég hef verið að æfa mig mest í, að læra að nýta það sem verkfæri en láta það ekki stjórna mér.“ Myndlist Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það sem hann er ekki fær um að tjá með orðum „Ég hef verið nokkuð iðinn við sýningarhald alveg frá útskrift, aðallega hérna heima en síðustu ár hef ég fengið skemmtileg tækifæri erlendis,“ segir Steingrímur og bætir við að munurinn á að sýna hér heima og erlendis sé í grunninn ekki mikill. „Þú eyðir tíma og orku í að vinna verk og opinberar þig svo alveg fyrir framan alla sem vilja sjá. Ég fer í gegnum mikla sjálfsskoðun í svona sýningarferli og upplifi þetta þannig að ég sé að sýna hluta af sjálfum mér og segja eitthvað sem ég er ekki fær um að tjá með orðum. Það er kannski aðeins öðruvísi spenna að sýna hér á Íslandi þar sem þú veist að vinir þínir og kollegar koma og skoða, á meðan fjarlægðin er meiri úti í heimi.“ Verk eftir Steingrím Gauta.Galerie Marguo Verk í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu Sýning Steingríms heitir Chop Wood, Carry Water og opnar í Galerie Marguo í París. „Þetta er önnur sýningin mín hjá galleríinu en ég hef verið að mála hjá því síðan 2020.“ Steingrímur býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum víðsvegar um heim, ásamt því að hafa haldið einkasýningar bæði hér á landi og í Evrópu Af nýlegum einkasýningum má nefna Mutes í Gallerý Port í Reykjavík og fyrri sýningu hans í Galerie Marguo sem bar heitið Soft Approach. Verk Steingríms má finna í bæði opinberum- og einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. „Þessi sýning hefur svo verið í heilt ár í bígerð, sem er nokkuð lengri tími en ég er vanur að gefa mér. Ég vinn yfirleitt frekar hratt, þannig að ég gerði mikið af verkum sem bæði tóku miklum breytingum og voru endurnýtt sitt á hvað.“ View this post on Instagram A post shared by Galerie Marguo (@galeriemarguo) Zen-heimspekin áhrifamikil Síðastliðin ár hefur Steingrímur að eigin sögn verið mjög upptekinn af Zen-heimspeki sem hefur haft mikil áhrif á bæði vinnubrögð hans og hvernig hann hagar lífinu almennt. „Hugmyndafræðileg merking verkanna hafa svolítið fengið að víkja, allavega í ferlinu. Allt snýst þetta meira og minna um vinnuna sjálfa og vísar titillinn beint í ævafornt Zen-máltæki: „Before enlightenment; chop wood, carry water. After enlightenment; chop wood, carry water.“ Mér gengur yfirleitt best ef ég er ekki fyrir sjálfum mér.“ View this post on Instagram A post shared by Galerie Marguo (@galeriemarguo) Hefur átt erfitt með að réttlæta myndlistarstarfið Aðspurður um hvaðan hann sækir innblásturinn segist Steingrímur yfirleitt ekki hugsa mikið um hann. „Mér finnst erfitt að fá góðar hugmyndir með því að sitja og hugsa. Ég leyfi frekar huga að fylgja hönd og vinn mig í gegnum efnið. Ég veit yfirleitt ekki nákvæmlega hvert þú ert að fara þegar ég byrja, en hægt og rólega hef ég náð að temja mér vinnubrögð sem virka ágætlega. Með æfingu fær maður síðan meira sjálfstraust til þess að ýta þægindarammanum lengra og sleppa tökunum á því sem virkað hefur áður. Samspil sköpunar, egósins og andlegs þroska hefur líka verið mér ofarlega í huga og ég hef oftar en ekki átt erfitt með að staðsetja mig og réttlæta það að starfa við eitthvað sem er jafn óáþreifanlegt og myndlist. Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft. Hugmyndirnar og sköpunin koma frá okkur og vonir okkar flestra snúast um einhvers konar viðurkenningu á eigin ágæti. Við stjórnumst gjarnan af egóinu án þess að gera okkur grein fyrir því. Það er brúin milli innri og ytri heimsins og er því mikilvægt tól í verkfærakistu listamanns. Hins vegar, ef við stjórnumst alfarið af egóinu getur það auðveldlega hindrað andlegan vöxt þar sem stöðug þörfin fyrir viðurkenningu getur leitt til mjög óheilbrigðra og erfiðra tenginga við fyrirframgefnar hugmyndir. Þetta er kannski það sem ég hef verið að æfa mig mest í, að læra að nýta það sem verkfæri en láta það ekki stjórna mér.“
Myndlist Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira