Myndband af afreki hans má sjá í færslunni hér fyrir neðan. Nokkrar af skærustu stjörnum Lakers liðsins voru þar á hliðarlínunni að fylgjast með og fögnuðu dátt þegar skotið datt ofan í.
This fan hit a half-court shot for $100K and D-Lo couldn’t believe it 😂🤯 pic.twitter.com/xGpygKe166
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2024
Fidel Olmos heitir maðurinn sem skaut skotinu, hann virtist nokkuð kokhraustur fyrirfram, tók sér stutt tilhlaup og baðaði svo út örmum þegar boltinn söng í netinu. Í viðtali við ESPN eftir leik sagðist hann tvisvar áður á ævinni hafa hitt slíku skoti og ekki æft sig neitt sérstaklega í því.
Aðspurður sagðist hann ætla að eyða verðlaunafénu í skynsamlega hluti, greiða niður skuldir, hugsa vel um fólkið sitt og kannski dekra aðeins við sjálfan sig.