Breytt pokastefna Sorpu umdeild: „Þetta er rugl“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2024 21:31 Fólk hefur ýmsar skoðanir á breyttri pokastefnu hjá Sorpu. samsett/vísir Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir breytta pokastefnu hjá Sorpu kalla á sérstakar bílferðir og finnst miður að þróunin sé á þá leið að skerða þjónustu í nærumhverfinu. Viðmælendur fréttastofu segjast flestir óánægðir með breytingarnar Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja. Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja.
Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14