David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 12:30 David Okeke í leik með Haukum í vetur á móti Val. Hann lenti í óhugnanlegu atviki á Sauðárkróki en er byrjaður aftur að spila á fullu. Vísir/Anton Brink David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira