Innlent

Kjarafundur í dag og Efling fundar sér­stak­lega með SA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Efling fundar sérstaklega með SA fyrir hádegi.
Efling fundar sérstaklega með SA fyrir hádegi. Vísir/Arnar

Kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga halda áfram í dag. Samningsfundur hefst klukkan eitt eftir hádegi en þangað til mun samninganefnd SA funda sérstaklega með samninganefnd Eflingar. 

Sólveig Anna Jónsdóttir segir í samtali við fréttastofu að sérfræðingar samninganefndanna hafi setið vinnufundi í gær þar sem farið var yfir gögn og útreikninga en enginn formlegur fundur var. 

„Klukkan eitt hefst fundur í þessari kjaraviðræðu og svo nú eftir skamma stund hefst fundur hjá samninganefnd Eflingar með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins til að ræða sérmál Eflingar,“ segir Sólveig. 

„Þetta eru sérmál sem við erum að fara yfir, eins og hvíldartími bílstjóra og ræstingakaflinn.“

Gildandi samningar renna út 31. janúar næstkomandi og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það. Innt eftir því hvernig viðræður ganga segir hún þær ganga ágætlega. 

„Viðræður eru augljóslega á ágætum stað, fundir halda áfram.“


Tengdar fréttir

Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt

Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt.

Yfir­standandi kjara­við­ræður og þjóðar­sátt – fyrir suma

Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×