Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 13:55 Jana Rós vil taka það skýrt fram að Lyfjastofnun greiði ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks. Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada. Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada.
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira