Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:22 Er þetta í þriðja kjörtímabilið í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er með einn úr sínum röðum í embættinu. Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Taívan Kína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Taívan Kína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira