Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 19:31 Úskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur í gær. Vísir/Vilhelm Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira