Sýningin var haldin í samstarfi við hlaðvarpið Teboðið, sem er í umsjón áhrifavaldanna Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur. Vinkonurnar mættu í stíl í bleikum velúr jogging-göllum og bleikum hælaskóm.
Þá mættu þær með svokallaða Burn Book sem aðdáendur samnefndrar kvikmyndar frá árinu 2004 ættu að kannast við. En í bókina voru límdar myndir úr ársbók skólans af samnemendum þeirra og skrifuð fúkyrði um hvern og einn.

Meðal gesta voru ofurskvísurnar í LXS ásamt Æði-strákunum, Manuela Ósk Harðadóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir og Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, svo fáir einir séu nefndir.
Elísabet Blöndal ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemmninguna hjá gestum.






















Hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni.