„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 21:48 Árni Guðmundsson, segir forvarnir eins og ferskvöru. Vísir/Vilhelm Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“ Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árni segir uppnefnið draga athyglina að málstað sínum. Hann segir ungu kynslóðina eiga skilið að fá að vera í friði frá áreiti áfengisiðnaðarins, yngri kynslóðir þekki ekki bakföll í forvarnarmálum. Vísir greindi frá því þarsíðustu helgi að Árni hefði gefið sig fram við laganna verði á Hlemmi og kært sjálfan sig fyrir kaup á rútu og svo kippu af íslenskum bjór í netsölu. Fréttin vakti mikla athygli og var Árni meðal annars uppnefndur „leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ á samfélagsmiðlum. Hann er fundinn! Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar. https://t.co/GnSoFrpjYL— Hans Orri (@hanshatign) January 6, 2024 Andstæðingarnir rökþrota „Ég held að þarna erum við komin með gott dæmi þegar þú ert í opinberri umræðu og menn eru búnir með nestið sitt og geta ekki farið í rökrænar eða heilbrigðar umræður. Þá nota menn svona stimplun,“ segir Árni í Bítinu. Þetta eru orð sem eru notuð um þig núna? „Já, já. Þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Ég er bara feginn. Þetta dregur athygli að málstaðnum. Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, sérstaklega þeim sem eru þess sinnis eisn og þeir sem eru að gera svona færslur. Þannig ég uni þessum titli vel. Íslandssögunnar, ekki landsins!“ Unga kynslóðin þekki ekki slæmt ástand Árni segist enn bíða þess að heyra í lögreglunni vegna síns máls. Nú sé liðinn hálfur mánuður. Hann segist merkja kynslóðarmun í viðhorfum til áfengis og rifjar upp skólaböll frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Fjórtán ára krakkar. Áttatíu prósent voru dauðadrukkin og reyktu. Það koma alltaf svona bylgjur,“ segir Árni. Tekist hafi að ná niður áfengisneyslu og reykingum ungmenna. „Við erum reyndar að missa þetta niður í púða núna, 30 prósent ungmenna nota þessa níkótínpúða, en við höfum alltaf þurft að vinna þetta svona. Svo fáum við kynslóð sem er alin upp við góð skilyrði sem heldur að það sé hið hefðbundna. Ég hef alltaf sagt að forvarnir eru ferskvara. Þú þarft alltaf að vera með þetta.“
Bítið Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira