Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt.
Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma.
Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com.
„Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram.
Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær.
Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna.
„Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir.