Littler þakklátur: „Ég er bara strákur sem er að upplifa drauminn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 15:30 Luke Littler er spáð glæstri framtíð í pílukastinu. getty/Zac Goodwin Luke Littler, sem lenti í 2. sæti á HM í pílukasti, þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum