Lífið

Hatari skorar á skipu­leggj­endur Euro­vision

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Meðlimir Hatara á sviði í Eurovision í Ísrael árið 2019.
Meðlimir Hatara á sviði í Eurovision í Ísrael árið 2019. MYND/ EUROVISION.TV/THOMAS HANSES

Hljómsveitarmeðlimir í Hatara skora á skipuleggjendur Eurovision söngvakeppninnar að meina Ísraelsmönnum um þátttöku í keppninni í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitinni á Instagram. Eins og alþjóð veit fór sveitin í Eurovision fyrir Íslands hönd út til Ísrael árið 2019.

Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Í kjölfarið var gerð heimildarmyndin A Song Called Hate, í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, um þáttöku sveitarinnar í keppninni.

Íhugi vald keppninnar

Í tilkynningu sinni á Instagram segir sveitin nú að Hatari styðji útilokun Ísrael frá Eurovision í Svíþjóð í ár. Skipuleggjendur hafi sýnt það árið 2022 þegar Rússlandi var meinuð þátttaka að keppnin sé pólitísk, andstætt því sem alltaf hefur verið haldið fram.

„Við biðjum Samband evrópskra sjónvarpsstöðva um að íhuga vald Eurovision til að stuðla að breytingum og bregðast við þjóðarmorði á palestínsku þjóðinni og blygðunarlausum mannréttindabrotum Ísraels.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×