Fordæmir svikara eftir fjölmenn mótmæli í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 13:02 Frá mótmælunum í Bashkortostan í gær. Ríkisstjóri Bashkortostan, eins fjölbreyttasta lýðveldis rússneska sambandsríkisins, hefur fordæmt skipuleggjendur mótmæla gegn fjögurra ára fangelsisdómi aðgerðasinna sem öfgamenn og svikara. Hann hefur sakað fólkið um að reyna að skipta upp Rússlandi. Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Nokkuð umfangsmikil mótmæli fóru fram í Bashkortostan í gær, sem er sjaldgæft í Rússlandi nú til dags, en þá var verið að mótmæla því að Fail Alsynov hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna mótmæla sem hann kom að því að skipuleggja árið 2020 gegn námuvinnslu á stað sem heimamenn telja heilagan. Alsynov er einnig sakaður um að tilheyra Bashkort-hreyfingunni, samtökum sem hafa verið skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í Rússlandi. Lögum um öfgasamtök hefur verið ítrekað verið beitt gegn aðgerðasinnum, sjálfstæðum fjölmiðlum og andstæðingum stjórnvalda í Rússlandi á undanförnum árum. Bashkortostan er í Úralfjöllum og þar búa um 4,1 milljón manna af hinum ýmsu þjóðarbrotum. Margir íbúa eru komnir af frumbyggjum svæðiðsins. Samkvæmt frétt Moscow Times mættu rúmlega tíu þúsund manns á mótmæli við dómshúsið í bænum Baymak í Bashkortostan í gærmorgun og kröfðust þess að Alsynov yrði sleppt úr haldi. Lögregluþjónar brugðust við mótmælunum af mikilli hörku og var kylfum og táragasi meðal annars beitt. Radiy Khabirov, áðurnefndur ríkisstjóri, sagði í morgun að hann myndi ekki sætta sig við öfgar og að fólk reyndi að grafa undan stöðugleika. „Hópur fólks, sumir sem búa erlendis og eru í raun svikarar, eru að kalla eftir aðskilnaði Bashkortostan frá Rússlandi. Þeir eru að kalla eftir skæruhernaðir,“ hefur MT eftir Khabirov. Hann sagðist einnig ætla að sýna Alsynov og samstarfsmenn hans í réttu ljósi. Þeir væru ekki umhverfissinnar og föðurlandsvinir, eins og þeir máluðu sjálfa sig sem, heldur allt aðrir menn. Khabirov tilkynnti Alsynov upprunalega til yfirvalda sem leiddi til þess að hann var handtekinn og dæmdur. Segir Bashkir-fólkið reitt Einn umræddra „svikara“ er Ruslan Gabbasov, sem stofnaði Bashkort-hreyfinguna með Alsynov, en hann býr nú í Litháen. Hann sagði í samtali við blaðamann Reuters að Bashkir-fólkið, sem væru um þriðjungur íbúa lýðveldisins, væri reitt yfir aðgerðum ríkisstjórnar Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þær aðgerðir hefðu grafið undan tungumáli þeirra og menningu. Þá hefði námugröftur valdið miklum skaða á umhverfi lýðveldisins og fjölmargir menn hefðu verið kvaddir í rússneska herinn. Rannsóknir hafa sýnt að menn af frumbyggjaættum hafa verið kvaddir í herinn í hlutfallslega mun meiri fjölda en aðrir í Rússlandi. „Samanborið við Rússa, senda þeir mun fleiri af okkur til stríðs og þeir deyja frekar,“ sagði hann. Hann sagði Bashkir-fólkið vildi ekki vera hluti af Rússlandi lengur, þar sem þau myndu þurrkast út á tiltölulega stuttum tíma, vegna aðgerða yfirvalda í Moskvu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54 Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51 Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3. janúar 2024 12:54
Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. 2. janúar 2024 07:51
Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 25. desember 2023 14:02
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. 16. desember 2023 14:41