„Það er svo mikil pressa í nútíma samfélagi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:08 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni árið 2022. Vísir/Villi Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna. „Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
„Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“
Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47