Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 21:30 Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum í kvöld Vísir / Hulda Margrét Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. „Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
„Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30