Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 21:15 Maté Dalmay fór ekki í grafgötur með óánægju sína í kvöld. Vísir / Anton Brink Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
„Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga