Lífið

„Rosa­legt á­fall að sjá hann berja mömmu“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bubbi ræðir meðal annars um ástina, áföllin og tónlistina. En ný plata er væntanleg í október sem ólík öllu því sem hann hefur gefið út áður, svokölluð dansplata.
Bubbi ræðir meðal annars um ástina, áföllin og tónlistina. En ný plata er væntanleg í október sem ólík öllu því sem hann hefur gefið út áður, svokölluð dansplata. Vilhelm Gunnarsson

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir áföll í æsku hafa litað líf hans að miklu leyti. Faðir hans var mikill drykkjumaður sem átti það til að breytast í skrímsli en frá móður sinni fékk hann ást og umhyggju.

Bubbi er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um ástina, áföll í æsku og tilfinningalífið. 

Bubbi er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki.Aðsend

Pabbi var skrímsli

Í þættinum lýsir Bubbi pabba sínum sem skrímsli, og æðislegum manni. 

„Fyrir mig, lítinn Bubba, að sjá hann drukkinn, sjá andlitsbreytingar, göngulagið og allt þetta. Svo var ég vitni að því að hann beitti mömmu miklu ofbeldi í eitt skipti þegar ég vaknaði við það,“ segir Bubbi sem var þá fimm eða sex ára gamall.

Hann rifjar upp aðstæðurnar og segist muna eftir lyktinni í kringum sig þar sem hann lá í rúminu, birtuna frá ljósastaurnum fyrir utan gluggann og snjónum.

„Það áfall fylgdi mér fram af ævinni. Þetta var rosalegt áfall að sjá hann berja mömmu,“ segir Bubbi. 

Bubbi gaf út ljóðabókina, Öskraðu út í myrkrið, árið 2018 þar sem hann lýsir atburðarrásinni á myndrænan máta.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.