Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá Kjörís.
Í tilkynningunni segir að Elías hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi starfað síðast hjá Samkaupum. Þar var hann fyrst verslunarstjóri í Nettó í Mjódd, síðan innkaupastjóri ferskvöruhluta Samkaupa og síðast sem verkefnastjóri á verslunar- og mannauðssviði. Áður hafi Elías starfað sem sölu- og markaðsstjóri innanlandsdeildar Lýsi og sem framkvæmdastjóri Leikbæjar, Hobby Room og SF Eldhús.
Þá segir að verkefnin framundan hjá Kjörís séu krefjandi þar sem fyrirtækið standi í markvissri uppbyggingu á vélakosti sem bjóði upp á mikla vaxtarmöguleika og aukin framleiðsluafköst.
Kjörís er fjölskyldufyrirtæki sem hóf starfsemi 1969 og er staðsett í Hveragerði. Fyrirtækið framleiðir, dreifir og selur ís og tengdar afurðir.