Sextán ára snillingur á Selfossi í andlitsmyndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2024 20:30 Auður Elísabet Þórðardóttir, sem er aðeins 16 ára og málar fallegar andlitsmyndir heima hjá sér og annað, sem hún hefur gaman af því að mála. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sextán ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála andlitsmyndir af fólki því hún hefur náð svo flottum árangri með myndirnar sína. Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Í Baugstjörninni á Selfossi býr Auður Elísabet með fjölskyldu sinni. Sólstofa heimilisins er hennar aðalstaður því þar situr hún mikið við og málar myndir, helst andlitsmyndir af allskonar fólki. Þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aldrei lært neitt í málaralistinni hefur Auður náð ótrúlegum árangri enda verða allir kjaftstopp þegar þeir sjá myndirnar hennar. „Ég er nýbyrjuð að mála með olíumálningu, sem mér finnst mjög gaman. Núna er ég aðallega bara að mála andlit í svarthvítu, sem mér finnst virkilega skemmtilegt,“ segir Auður. Auður hefur ekkert lært í myndlist, aldrei farið á námskeið eða fengið neina tilsögn, þetta er bara þarna. „Nei, ég mála bara heima og geri þetta bara sjálf. Síðan var ég í myndmennt í skóla en var ekkert að mála andlit þar,“ segir hún. Auður hefur aldrei lært neitt í myndlist, hún hefur bara þessa náttúrulegu hæfileika til að mála fallegar myndir eins og þessa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur þú í hyggju að fara að læra að mála? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst gaman að gera þetta sjálf og hef ekkert mikinn áhuga á að fara að læra, mér finnst þetta bara fínt eins og ég geri núna,“ segir Auður. Auður er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fyrsta ári. Hún segist oft mála þegar hún kemur heim úr skólanum en hún er fjóra til fimm klukkutíma með hverja mynd. Hún segist aldrei hafa selt mynd, þær fari bara í geymslu hjá henni en kannski breytist það núna. Auður hefur aldrei selt mynd, hún segir að þær fari bara í geymslu hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ertu undrabarn í myndlist eða? „Ég veit það ekki alveg, mér finnst allavega mjög gaman og ætla að halda áfram að gera þetta og ég held bara áfram að gera þessar andlitsmyndir, mér finnst það mjög gaman og ætla að halda áfram að gera það á meðan mér finnst það skemmtilegt,“ segir Auður Elísabet, 16 ára Selfyssingur. Ísland, sem Auður Elísabet málaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Krakkar Myndlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira