„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 18:25 Daníel Ágúst las upp kröfur tónlistarfólksins á mótmælunum. Vísir/Sigurjón Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36