Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 13:16 Færri komast að en vilja á tónleika Laufeyjar í Hörpu. Vísir/Vilhelm Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. Selst hefur upp á metttíma á þrenna tónleika íslensku ofurstjörnunnar í Hörpu. Síðast í morgun þegar miðar kláruðust á einni mínútu. Ísleifur segist bara hafa séð viðlíka mótttökur þegar Justin Bieber, Justin Timberlake og Ed Sheeran mættu til landsins. Fréttastofu barst ábendingar frá ýmsum svekktum aðdáendum söngkonunnar sem ekki fengu miða. Þar kom fram að það hlyti að vera pottur brotinn í málinu, það gæti ekki verið að miðarnir hefðu selst upp svo hratt. Var því velt upp hvort Sena hefði selt fyrirtækjum meirihluta miða í forsölu. „Fyrirtækjasala er meira og minna horfin. Fyrirtækin eru bara mjög lítið að kaupa miða. Þarna bara fara allir miðarnir í sölu og það er brjáluð umframeftirspurn. Það var ekki búið að fyrirframselja neina miða eða neinn skapaðan hlut,“ segir Ísleifur um málið. Hann bendir á að stærsta fréttin í málinu séu þær ótrúlegu viðtökur sem Laufey hafi hlotið. Í fyrsta sinn síðan eftir heimsfaraldur komist færri að á tónleika á Íslandi en vilji. Laufey sé heimsfræg og sé mögulega á hátindi síns ferils. Ísleifur segist ekki hafa séð slíka umframeftirspurn eftir miðum hjá tónlistarmanni síðan risastórir erlendir tónlistarmenn kíktu til landsins.Vísir/Arnar Bjuggust við viðlíka viðbrögðum „En við þekkjum orðið Íslendinga og við fórum inn í þetta vitandi það að þetta yrðu viðbrögðin. Við vissum að þetta yrði svona. Þetta er alltaf eins hjá Íslendingum, þeir verða fokreiðir og það koma fram svona ásakanir um eitthvað rugl,“ segir Ísleifur. Hann bætir því við að ef Sena myndi vilja væri vel hægt að selja miða til fyrirtækja. Það væri erfitt og í raun fáránlegt að segja nei ef fyrirtæki myndi vilja eiga í viðskiptum við Senu. „Það er ekkert bannað, en það bara er engin fyrirtækjasala þessa dagana. Ef einhver fyrirtæki myndu vilja kaupa fullt af miðum, hvaða fyrirtæki myndi segja nei við því? Auðvitað viljum við selja miðana. Hvurslags umræða er þetta?“ Ísleifur segir að Senu hafi meðal annars borist hótanir vegna miðasölunnar, hótanir um kærur og að kallað verði eftir rannsókn á miðasölu fyrirtækisins. „Þetta er alveg með ólíkindum. Svona er þetta bara, þetta er allt í góðu. Það eru örugglega einhver furðulegheit í öllum löndum og á öllum mörkuðum. Þetta er svona hér hjá okkur. Íslendingar líta á það sem sinn heilaga rétt að fá miða á öll gigg.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey tekur fram úr Björk Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir. 4. desember 2023 22:29 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. 29. desember 2022 07:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Sjá meira
Selst hefur upp á metttíma á þrenna tónleika íslensku ofurstjörnunnar í Hörpu. Síðast í morgun þegar miðar kláruðust á einni mínútu. Ísleifur segist bara hafa séð viðlíka mótttökur þegar Justin Bieber, Justin Timberlake og Ed Sheeran mættu til landsins. Fréttastofu barst ábendingar frá ýmsum svekktum aðdáendum söngkonunnar sem ekki fengu miða. Þar kom fram að það hlyti að vera pottur brotinn í málinu, það gæti ekki verið að miðarnir hefðu selst upp svo hratt. Var því velt upp hvort Sena hefði selt fyrirtækjum meirihluta miða í forsölu. „Fyrirtækjasala er meira og minna horfin. Fyrirtækin eru bara mjög lítið að kaupa miða. Þarna bara fara allir miðarnir í sölu og það er brjáluð umframeftirspurn. Það var ekki búið að fyrirframselja neina miða eða neinn skapaðan hlut,“ segir Ísleifur um málið. Hann bendir á að stærsta fréttin í málinu séu þær ótrúlegu viðtökur sem Laufey hafi hlotið. Í fyrsta sinn síðan eftir heimsfaraldur komist færri að á tónleika á Íslandi en vilji. Laufey sé heimsfræg og sé mögulega á hátindi síns ferils. Ísleifur segist ekki hafa séð slíka umframeftirspurn eftir miðum hjá tónlistarmanni síðan risastórir erlendir tónlistarmenn kíktu til landsins.Vísir/Arnar Bjuggust við viðlíka viðbrögðum „En við þekkjum orðið Íslendinga og við fórum inn í þetta vitandi það að þetta yrðu viðbrögðin. Við vissum að þetta yrði svona. Þetta er alltaf eins hjá Íslendingum, þeir verða fokreiðir og það koma fram svona ásakanir um eitthvað rugl,“ segir Ísleifur. Hann bætir því við að ef Sena myndi vilja væri vel hægt að selja miða til fyrirtækja. Það væri erfitt og í raun fáránlegt að segja nei ef fyrirtæki myndi vilja eiga í viðskiptum við Senu. „Það er ekkert bannað, en það bara er engin fyrirtækjasala þessa dagana. Ef einhver fyrirtæki myndu vilja kaupa fullt af miðum, hvaða fyrirtæki myndi segja nei við því? Auðvitað viljum við selja miðana. Hvurslags umræða er þetta?“ Ísleifur segir að Senu hafi meðal annars borist hótanir vegna miðasölunnar, hótanir um kærur og að kallað verði eftir rannsókn á miðasölu fyrirtækisins. „Þetta er alveg með ólíkindum. Svona er þetta bara, þetta er allt í góðu. Það eru örugglega einhver furðulegheit í öllum löndum og á öllum mörkuðum. Þetta er svona hér hjá okkur. Íslendingar líta á það sem sinn heilaga rétt að fá miða á öll gigg.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey tekur fram úr Björk Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir. 4. desember 2023 22:29 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. 29. desember 2022 07:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Sjá meira
Laufey tekur fram úr Björk Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir. 4. desember 2023 22:29
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35
Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. 29. desember 2022 07:00