Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 18:28 Fríða Björk Ingvarsdóttir var rektor Listaháskóla Íslands þegar ráðningin átti sér stað. Tíu ára skipunartíma hennar lauk í fyrra. Kristín Eysteinsdóttir er núverandi rektor skólans. Vísir/Bjarni Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið. Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Karlmaður, kennari við LHÍ, var á meðal sex sem sóttu um starfið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember 2021. Niðurstaða hæfnisnefndar var sú að fjórir voru metnir hæfir. Karlmaðurinn, kona sem var ráðin og tveir til viðbótar. Fjórmenningarnir fóru í viðtöl og í maí 2022 var tilkynnt að konan hefði verið ráðin. Karlmaðurinn óskaði eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni og var í framhaldinu boðaður á fund í skólanum til að ræða áframhaldandi kennslu í skólanum. Var honum tjáð að Listaháskólinn veitti almennt ekki skriflegan rökstuðning fyrir ráðningu í störf við skólann. Hlutverk rektors að ráða í starfið Karlmaðurinn kærði niðurstöðuna í nóvember 2022 til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hann að Listaháskólinn hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í hönd fóru skrifleg samskipti kærunefndar við manninn annars vegar og LHÍ hins vegar. Rúmu ári síðar kvað kærunefnd upp úrskurð sinn. Kærunefndin féllst á það með manninum að LHÍ hefði brotið gegn jafnréttislögum. Ástæðan var aðallega sú að í ljós kom að engin gögn voru til vitnis um það að Fríða Björk Ingvarsdóttir, þáverandi rektor LHÍ, hefði komið að ráðningarferlinu eins og rektor ber að gera samkvæmt reglum Listaháskólans og metið ráðninguna út frá þörfum deildarinnar. Líkur hafi því verið á því að karlmanninum hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem ekki var farið að reglum. Aðeins lágu fyrir handskrifuð matsblöð tveggja af þremur hæfnisnefndarmönnum ásamt stigagjöf með handskrifuðum athugasemdum í punktaformi. Af þeim taldi kærunefndin ekki mega ráða hvernig matið fór fram né hvernig unnið var úr viðtölunum. Tókst ekki að sanna að reglum hefði verið fylgt Viðtalsnefnd hafi því ekki skilað rektor skriflegri umsögn um mat sitt sem rektor hafi getað byggt mat sitt á. Ákvörðun um ráðningu í starfið hafi því legið hjá viðtalsnefndinni en ekki rektor. Það sé Listaháskólans að sanna að farið hafi verið að reglum við ráðningu í akademísk störf hjá LHÍ. Það hafi LHÍ ekki tekist við málsmeðferðina. Var það því niðurstaða kærunefndar jafnréttismála að LHÍ mismunaði umsækjendum um starf lektors í viðslistafræðum í sviðslistadeild á grundvelli kyns. Var LHÍ dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í kostnað við kæruferlið.
Háskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Menning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira