Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2024 08:01 Hildur Björg gengur sátt frá körfuboltaferlinum, þó hún hefði kosið að hann væri lengri. Hún var útnefnd körfuboltakona ársins árin 2017 og 2018. Vísir/Arnar Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Hildur er aðeins tæplega þrítug og ætti að vera á toppi ferilsins. Tvö höfuðhögg með skömmu millibili á síðustu vikum, eftir önnur slæm högg síðustu ár, hafi hins vegar fengið hana til að staldra við. Hún segir síðustu daga hafa verið tilfinningaþrungna. „Maður finnur þakklæti fyrir allt sem ég er búin að fara í gegnum. Boltinn er búinn að móta líf mitt síðan ég var 16 ára; stjórnað því hverjir koma inn í líf mitt, hvernig ég mennta mig, hvar ég er í dag,“ Hildur fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í vor.Vísir/Hulda Margrét „Hann er ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er.“ segir Hildur. Síðustu dagar hafi þó verið strembnir. „Svo er líka sorg að kveðja boltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, liðið mitt og stelpurnar. Ég vildi að aðstæður væru öðruvísi en eins og þær eru núna er þetta besta ákvörðunin fyrir mig. Maður þarf að hugsa út í framtíðina og hvernig lífið á að líta út.“ Gríðarleg vinna að eðlilegu lífi Höfuðhöggin á síðustu vikum hafi verið nýjustu dæmin á röð höfuðhögga sem Hildur hefur orðið fyrir á ferlinum. Meiðsli sem slík geta dregið töluverðan dilk á eftir sér og hún vill einfaldlega ekki taka sénsinn. Hildur lék með Snæfelli, Val og KR hér heima og spilaði einnig sem atvinnumaður á Spáni og í Belgíu.Vísir/Arnar „Ég er búin að fara í gegnum tvo heilahristinga. Fyrir tveimur árum fékk ég seinni heilahristinginn sem var örugglega sá versti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir vinnunni sem fylgir. Hvað það tekur á mig og fólkið í kringum mig. Þó maður sé með frábært fagfólk og teymi er svakaleg vinna sem maður þarf að leggja á sig til að komast aftur inn í eðlilegt líf,“ segir Hildur. Rataði ekki undir stýri Einkennin sem fylgi höfuðmeiðslunum séu afar erfið viðureignar. „Mikil hræðsla, kvíði, ég mundi ekki neitt, minnið var alveg svakalega lélegt. Ég rataði ekki þegar ég var að keyra. Fyrir utan það að geta ekki unnið eðlilega vinnu eða gert hluti með vinum og fjölskyldu.“ segir Hildur. „Ég var heppin að ná öllu til baka en við næsta högg veit ég ekki hvernig hausinn mun bregðast við. Ég veit ekki hvort það yrði jafn slæmt eða verra. Maður veit um fólk sem fær svona högg og nær ekki að koma til baka.“ Næsta verkefni að fylla frítímann Hún hefur þá náð sér að mestu af höggunum og lítur björtum augum á lífið utan körfuboltavallarsins. „Ég er heppin með það að vera með gott plan B. Ég er komin í vinnu og búin að mennta mig þannig að ég held fulla ferð áfram í því. Svo er ég með fullt af auka tíma sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við núna, en það kemur í ljós. Það verður eitthvað skemmtilegt.“ segir Hildur brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Valur Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. 24. janúar 2024 13:29