Grindvíkingar komist vonandi sem fyrst heim að sækja verðmæti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:49 Víðir segir veður hafa sett strik í reikningin en að vinna haldi áfram. Stöð 2 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að gefa Grindvíkingum búsettum vestan Víkurbrautarinnar kost á því að komast heim til sín sem fyrst að sækja verðmæti. Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við. Grindavík Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verið er að fylla í sprungun og meta hættu þeirra með hjálp jarðsjáa en að vinnan hafi tafist vegna óveðurs undanfarna daga. Víðir segist vilja nýta helgina í þá vinnu og að áætlun um aðgerðir vestanmegin við Víkurbrautina verði kynnt á morgun. Austurhluti bæjarins erfiðara verkefni Svæðið austan við Víkurbraut er töluvert meira sprungið og því mun taka lengri tíma að koma því í það lag að hægt sé að hleypa íbúum þess í húsin sín en að áætlun fyrir austurhluta bæjarins sé í bígerð. „Hættan vegna jarðfalls, opnun nýrra sprungna er ennþá metin í hæsta flokki. Það sem við erum mest búin að vera að vinna að undanfarna daga er að fylla í þær sprungur og skanna þær með jarðsjám. Og reyna að leggja mat á það hvaða svæði svæði séu öruggari en önnur og þannig undirbúa það að leyfa Grindvíkingum að koma heim og vitja eigna sinna,“ segir Víðir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veður setur strik í reikninginn Hann segir veðrið ekki hafa verið með sér í liði síðustu daga og að spárnar líti heldur ekki vel út um helgina en að vonandi verði hægt að nýta helgina vel. „Það er spáð talsverðum vindi og úrkomu þannig það verður aðeins að koma inn í þetta líka hvort þetta sé raunverulega framkvæmanlegt en við sjáum það betur á morgun,“ segir Víðir. Víðir segist skilja vel að fólk vilji ólmt komast heim til sín. Rafmagns- og hitaleysi í bænum valdi fólki áhyggjum ásamt því að Grindvíkingar vilja koma búslóð sinni fyrir í nýjum heimilum sínum utan bæjarins. „Vonandi náum við að koma öllum þeim sem búa vestan Víkurbrautarinnar heim á stuttum tíma og það þýðir það að hver og einn fær kannski fjóra klukkutíma heima hjá sér,“ bætir Víðir við.
Grindavík Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira