Klopp hættir með Liverpool í vor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:41 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í rúm átta ár eða síðan hann tók við liðinu í október 2015. Undir hans stjórn hefur liðið unnið alla stóru titlana í boði þar á meðal enska meistaratitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019. Alls hefur Liverpool unnið sex titla á átta og hálfu ári Klopp með liðið. Liðið vonast til að geta bætt við titlum á þessu síðasta tímabili enda enn með í öllum keppnum. Tilkynning Klopp kemur á miðju tímabili, aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu inn í úrslitaleik enska deildabikarsins og þegar liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp has announced his decision to step down as #LFC manager at the end of the season, having informed the club s ownership of his wish to leave his position in the summer.— Liverpool FC (@LFC) January 26, 2024 Hann lét eiganda Liverpool vita af því að hann vildi hætta með liðið eftir þetta tímabil en Klopp var með samning til ársins 2026 og hafði alltaf talað um að það hann ætlaði að klára hann. „Ég skil það vel að það sé sjokk fyrir fullt af fólki að fá þessar fréttir núna en auðvitað get ég útskýrt þetta, eða réttara sagt reyna að útskýra þetta,“ sagði Klopp í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Ég elska allt við þetta félag, elska allt við þessa borg og elska allt við okkar stuðningsmenn. Ég elska liðið og elska samstarfsfólkið mitt. Það sýnir líka að ég tek samt þessa ákvörðun og ástæðan er að því mér fannst ég yrði að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp. „Svona er ég og hvernig get ég sagt þetta en ég er að verða orkulaus. Það er ekkert vandmál hjá mér núna en ég vissi samt að ég yrði að tilkynna þetta á einhverjum tímapunkti. Ég er samt góður núna og veit að ég skilað mínu starfi aftur, aftur og aftur,“ sagði Klopp. „Eftir öll árin sem við höfum eytt saman, eftir allan tímann sem við höfum verið saman og eftir allt sem við upplifðum á þessum tíma þá hefur ást mín og virðing vaxið. Ég skuldaði ykkur því að segja sannleikann og það hef ég gert núna,“ sagði Klopp. Samstarfsmenn hans, Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos munu allir hætta líka. Klopp vildi tilkynna þetta núna þannig að félagið hefði nægan tíma bil að undirbúa sig fyrir framhaldið sem og að finna eftirmann hans. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Klopp þar sem hann fer yfir þessa óvæntu ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mHYsAgAx5I4">watch on YouTube</a> BREAKING: Jurgen Klopp has decided to LEAVE Liverpool at the end of the season. pic.twitter.com/jMlKg16hV3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira