Fyrsti sigur City á Tottenham-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 22:00 Nathan Ake skoraði mark Manchester City. Þeirra fyrsta í sex tilraunum á Tottenham-vellinum. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira