Hvetur stjórnendur til að segja hátt og snjallt frá mistökum sínum Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Stofnandi og fyrrum forstjóri, en núverandi stjórnarformaður Netflix, Reed Hastings, er einn þeirra sem segir auðmýkt mikilvægan eiginleika leiðtoga og góðra fyrirmynda. Hastings hvetur leiðtoga til dæmis til að segja frá mistökum sínum hátt og snjallt svo allir heyri. Vísir/Getty Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga. Nokkuð er um að niðurstöður rannsókna sýni þetta og vilja sumir meina að auðmýkt sé meðal þremur mikilvægustu eiginleika árangursríkra leiðtoga. Reed Hastings, stofnandi og fyrrum forstjóri Netflix en núverandi stjórnarformaður, er einn þeirra sem segir auðmýkt lykilatriði í góðri stjórnun. Hastings skrifaði meðal annars um þetta í bókinni sinni No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention. Þar segir hann: Auðmýkt er mjög mikilvægur eiginleiki í leiðtogum og fyrirmyndum. Sýndu auðmýkt með því að fara ekki hátt um þann árangur sem þú nærð sjálfur. Láttu frekar aðra um að segja frá því. Þegar þú gerir mistök skaltu hins vegar segja frá þeim hátt og snjallt svo allir heyri. Því þannig gefur þú fólki færi á að læra líka af þessum mistökum.“ En hvernig getum við metið hvort leiðtogar séu auðmjúkir í sínu starfi eða ekki? Jú, hér eru dæmi um nokkrar birtingarmyndir sem einkenna þessa stjórnendur: Þeir viðurkenna mistök sín Þeir falast meðvitað eftir því að fá endurgjöf og hlusta á gagnrýnisraddir Þeir eigna sér ekki sigra sem teymi hafa náð í sameiningu og deila almennt áfangasigrum með fólkinu sínu Þeir blása fólki byr í brjóst Þeir eru líklegir til að ráða rosalega flott og hæft fólk í teymin sín Auðmjúkir leiðtogar eru líklegir til að ná góðum árangri í starfi sínu. Til dæmis eru þeir sagðir sérstaklega færir í því að virkja alla til þátttöku, að skapa jákvætt andrúmsloft starfsfólks sín á milli þar sem virðing og þakklæti er í fyrirrúmi, að efla hugmyndaauðgi og lausnarmiðað viðhorf starfsfólks, að efla nýsköpun innan vinnustaðarins, gagnaleit og að ákvarðanir séu teknar með upplýstum hætti. En geta stjórnendur þjálfað sig í auðmýkt? Já, svo segja sérfræðingar því að auðmýkt er meðal þeirra atriða sem sumir stjórnendur falast eftir að fá þjálfun í hjá stjórnendaráðgjöfum. Hér eru dæmi um einfaldar æfingar sem stjórnendur geta gert, til að þjálfa sig í að sýna auðmýkt í starfi. Virk hlustun og spurningar Það er ekki nóg að vera dugleg að spyrja starfsfólk spurninga, til dæmis um hvað því finnst. Því til þess að ná árangri sem stjórnandi, snýst málið um að spyrja spurninga og hlusta. Að falast eftir nýjum hugmyndum Leiðtogi sem falast eftir nýjum hugmyndum og lausnum frá starfsfólki sínu, sýnir um leið að hann/hún telur sig ekki vita svörin við öllu og treystir á sitt fólk til að teymið sem heild nái sem bestum árangri. Samkennd, tilfinningagreind Það getur vel verið að AI gervigreindin sé að tröllríða öllu, en fyrir vikið eru allir persónulegir eiginleikar stjórnenda líka enn meira lykilatriði. Rannsóknir hafa sýnt að það að sína samkennd sé merki um sterka tilfinningagreind leiðtoga. Uppbyggileg samskipti Auðmýkt leiðtoga endurspeglast líka í þeim eiginleika stjórnandans að vilja læra meira sjálfur. Þetta þýðir að leiðtogi sem vill ná góðum árangri, leggur mikla áherslu á að samskipti séu jákvæð og uppbyggileg innan vinnustaðarins. Ekki síst þau sem snúa að honum sjálfum. Að sýna ábyrgð í verki Góður leiðtogi skellur ekki skuldinni á starfsfólkið sitt ef betur má fara eða tilskildum árangri er ekki náð. Þvert á móti lítur hann á ábyrgð sína sem stjórnanda sem lykilatriði tli þess að tryggja að starfsfólk nái sem bestum árangri. Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Nokkuð er um að niðurstöður rannsókna sýni þetta og vilja sumir meina að auðmýkt sé meðal þremur mikilvægustu eiginleika árangursríkra leiðtoga. Reed Hastings, stofnandi og fyrrum forstjóri Netflix en núverandi stjórnarformaður, er einn þeirra sem segir auðmýkt lykilatriði í góðri stjórnun. Hastings skrifaði meðal annars um þetta í bókinni sinni No Rules Rules: Netflix and the Culture of Reinvention. Þar segir hann: Auðmýkt er mjög mikilvægur eiginleiki í leiðtogum og fyrirmyndum. Sýndu auðmýkt með því að fara ekki hátt um þann árangur sem þú nærð sjálfur. Láttu frekar aðra um að segja frá því. Þegar þú gerir mistök skaltu hins vegar segja frá þeim hátt og snjallt svo allir heyri. Því þannig gefur þú fólki færi á að læra líka af þessum mistökum.“ En hvernig getum við metið hvort leiðtogar séu auðmjúkir í sínu starfi eða ekki? Jú, hér eru dæmi um nokkrar birtingarmyndir sem einkenna þessa stjórnendur: Þeir viðurkenna mistök sín Þeir falast meðvitað eftir því að fá endurgjöf og hlusta á gagnrýnisraddir Þeir eigna sér ekki sigra sem teymi hafa náð í sameiningu og deila almennt áfangasigrum með fólkinu sínu Þeir blása fólki byr í brjóst Þeir eru líklegir til að ráða rosalega flott og hæft fólk í teymin sín Auðmjúkir leiðtogar eru líklegir til að ná góðum árangri í starfi sínu. Til dæmis eru þeir sagðir sérstaklega færir í því að virkja alla til þátttöku, að skapa jákvætt andrúmsloft starfsfólks sín á milli þar sem virðing og þakklæti er í fyrirrúmi, að efla hugmyndaauðgi og lausnarmiðað viðhorf starfsfólks, að efla nýsköpun innan vinnustaðarins, gagnaleit og að ákvarðanir séu teknar með upplýstum hætti. En geta stjórnendur þjálfað sig í auðmýkt? Já, svo segja sérfræðingar því að auðmýkt er meðal þeirra atriða sem sumir stjórnendur falast eftir að fá þjálfun í hjá stjórnendaráðgjöfum. Hér eru dæmi um einfaldar æfingar sem stjórnendur geta gert, til að þjálfa sig í að sýna auðmýkt í starfi. Virk hlustun og spurningar Það er ekki nóg að vera dugleg að spyrja starfsfólk spurninga, til dæmis um hvað því finnst. Því til þess að ná árangri sem stjórnandi, snýst málið um að spyrja spurninga og hlusta. Að falast eftir nýjum hugmyndum Leiðtogi sem falast eftir nýjum hugmyndum og lausnum frá starfsfólki sínu, sýnir um leið að hann/hún telur sig ekki vita svörin við öllu og treystir á sitt fólk til að teymið sem heild nái sem bestum árangri. Samkennd, tilfinningagreind Það getur vel verið að AI gervigreindin sé að tröllríða öllu, en fyrir vikið eru allir persónulegir eiginleikar stjórnenda líka enn meira lykilatriði. Rannsóknir hafa sýnt að það að sína samkennd sé merki um sterka tilfinningagreind leiðtoga. Uppbyggileg samskipti Auðmýkt leiðtoga endurspeglast líka í þeim eiginleika stjórnandans að vilja læra meira sjálfur. Þetta þýðir að leiðtogi sem vill ná góðum árangri, leggur mikla áherslu á að samskipti séu jákvæð og uppbyggileg innan vinnustaðarins. Ekki síst þau sem snúa að honum sjálfum. Að sýna ábyrgð í verki Góður leiðtogi skellur ekki skuldinni á starfsfólkið sitt ef betur má fara eða tilskildum árangri er ekki náð. Þvert á móti lítur hann á ábyrgð sína sem stjórnanda sem lykilatriði tli þess að tryggja að starfsfólk nái sem bestum árangri.
Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. 26. janúar 2024 07:01
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00
Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00