Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 16:45 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani er Emírinn í Katar. Nú er nafnbót hans eiginnafn hér á Íslandi. Simon Holmes/Getty Images Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari. Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari.
Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira