Fengu nóg af Íslandi, seldu allt og héldu í óvissuferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 09:00 Gunnlaugur Hólm Sigurðsson og Anna Málfríður ásamt heimilishundinum Aski. Fyrir tæpum fimmtán mánuðum ákváðu hjónin Gunnlaugur Hólm Sigurðsson og Anna Málfríður að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi. Þau seldu allar sínar eigur, fluttu um borð í nítján ára gamlan húsbíl ásamt Yorkshire terrier hundinum sínum og lögðu af stað í flakk um Evrópu. Það var um haustið 2022 sem að þau hjónin fóru að íhuga þann möguleika að rífa sig upp með rótum og leggja land undir fót. Anna er menntaður verkfræðingur og hefur starfað um árabil hjá verkfræði- og ráðgjafastofunni Lotu. Þegar heimsfaraldurinn skall á, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, sinnti hún starfinu sínu í fjarvinnu eins og svo margir aðrir. „Þá vandist maður því að vinna heima og taka alla fundi og slíkt þaðan og í kjölfarið sá ég að það skipti í raun engu máli hvar ég var stödd. Ég gat sinnt minni vinnu hvar sem er,“ segir hún. Dæturnar flognar úr hreiðrinu Gunnlaugur, sem ávallt er kallaður Gulli, var búinn að vera á sjó í yfir þrjá áratugi þegar hann lenti í kulnun. Hann kom í land og fór í skóla og lauk meistaranámi í veiðafæratækni en líðanin lagaðist lítið. „Ég lenti í „major“ burnouti, og það lagaðist ekkert þó ég kæmi í land,“ segir hann. „Ég var á leiðinni í prógramm hjá Virk þegar við fórum að velta þessum möguleika fyrir okkur.“ Á þessum tíma bjuggu Anna og Gulli í leiguíbúð í Garðabæ. Anna á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Gulli eina. Dæturnar eru allar flognar úr hreiðrinu og búa tvær þeirra erlendis, önnur í Gautaborg og hin í Brussel. „Við áttum í raun ekkert, engan varasjóð og engar eignir. Það eina sem við áttum voru mótorhjólin okkar tvö og húsbíll sem við höfðum keypt notaðan þremur árum áður,“ segir Anna. Hjónin höfðu á þessum þremur árum notað húsbílinn töluvert og ferðast á honum um landið ásamt heimilishundinum Aski. „Og okkur leið alltaf svo vel í honum. Alltaf þegar við vorum að keyra til baka í bæinn kom yfir mann einhver leiði. Manni fannst leiðinlegt að vera keyra aftur heim í borgina,“ segir Anna jafnframt. Eins og svo flestir Íslendingar höfðu hjónin varið megninu af ævinni í að vinna, borða, sofa og halda uppi heimili. Þau voru að eigin sögn farin að þrá ævintýri. „Ég byrjaði ung að eignast börn,“ segir Anna. „Og maður var búin að skrimta mest alla ævina. Það var bara kominn tími á þetta; að láta draumana rætast og stökkva tækifærið.“ Reyndu að plana sem minnst Það liðu tæpir átta mánuðir frá því að Anna og Gulli byrjuðu að ræða hugmyndina þar til þau lögðu land undir fót. „Það fyrsta sem við gerðum var að setja upp fjárhagsáætlun og reikna allt út. Við tókum saman útgjaldaliði og þess háttar, og hvernig og hvort við gætum látið þetta ganga upp fjárhagslega,“ segir Anna og bætir við að þarna hafi verkfræðimenntunin svo sannarlega komið sér vel. „Og við fengum það út að þetta væri svo sannarlega mögulegt. Ef við gætum komið því í kring að ég myndi sinna mínu starfi í fjarvinnu þá gætum við lifað á þeim tekjum eingöngu.“ Þau nefna sem dæmi að olía hafi vissulega verið mjög stór útgjaldaliður undanfarið hálft ár, en kostnaðurinn sé engu að síður mun minni en það sem þau hefðu annars greitt í húsaleigu heima á Íslandi. „Við lögðum upp með eina reglu og það var að plana sem allra minnst. Það er heldur ekkert gott að vera að plana of mikið. Það setur bara pressu á mann og býr til stress,“ segir Gulli. Hefur hemil á safnaranum í sér Anna og Gulli sögðu upp leigusamningnum að íbúðinni í Garðabænum og losuðu sig við flestallt sem þau áttu. Anna viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að sjá á eftir ákveðnum eigum. „Ég er nefnilega svolítill safnari í eðli mínu. Ég var búin að sanka að mér hinum og þessum hlutum í gegnum tíðina sem höfðu ákveðið tilfinningalegt gildi. En maður lét sig hafa það og eftirá að hyggja þá sér maður að þetta var ákveðin hreinsun fyrir hugann og sálina. Maður varð léttari á sér. Við gátum selt eitthvað af því sem áttum, og restina gáfum við, eða fórum með í Sorpu,“ segir hún og bætir við að á ferðalaginu undanfarna mánuði hafi hún síðan þurft að hafa hemil á „safnaranum í sér“. „Þetta er búið að vera smá persónuleg áskorun, ég er svo oft búin að sjá hluti sem mig langar að kaupa, eins og bara núna um daginn þegar ég fór á útimarkað í Lissabon. En það er einfaldlega ekkert pláss í bílnum fyrir auka farangur, og þannig hef ég getað hamið mig. Þetta er búið að vera mjög fín æfing!“ Þau ákváðu snemma í ferlinu að setja á laggirnar opinn hóp á facebook og deila þar sögum, myndum og myndböndum frá Evrópuflakkinu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru hátt í 500 meðlimir í hópnum. Askur eltir íkorna „57 ára gamall karlmaður, 53 ára gömul kona og 9 ára gamall Yorkshire terrier hundur ákváðu að venda sínu kvæði í kross og flytja um borð í Fiat Ducato 2005 húsbílinn. Fyrirhugað er að flakka um Evrópu - tímamörk eru ekki meitluð í stein en byrjum á að miða við tvö ár 2023-2025. Anna Málfríður verður í fjarvinnu sem brunaverkfræðingur hjá Lotu, Gulli ætlar að sjá um bíl, hund og eiginkonu og Askur ætlar að elta íkorna og önnur skrítin dýr sem aðeins finnast í útlöndum. Hérna geta allir sem vilja, fengið að fylgjast með okkur og lífinu á flakki,“ stendur í kynningartexta hópsins. Anna og Gulli segjast hafa lagt upp með þá reglu að plana sem minnst, og þau sjá svo sannarlega ekki eftir því.Aðsend „Þessi hugmynd, að halda úti þessu hópi, fæddist frekar fljótt,“ segir Gulli og bætir við að stór hluti fylgjenda þeirra séu fólk sem þau þekkja jafnvel ekki neitt. „Við ákváðum líka strax að við ætluðum sko ekki að hafa bara einhverja glansmynd, heldur sýna raunveruleikann eins og hann er. Vera bara alveg galopin!“ bætir Anna við. Góður andi í húsbílasamfélaginu Í byrjun júní síðastliðnum héldu þau Anna, Gulli og Askur síðan af landi brott með Norrænu. Fyrsti áfangastaðurinn var Gautaborg, þar sem eldri dóttir Önnu er búsett. Þar dvöldu þau í nokkra daga og heimsóttu síðan æskuvin Gulla sem býr í Danmörku. „Þegar við lögðum af stað var Gautaborg í raun eini staðurinn sem var fyrirfram ákveðinn hjá okkur. Við vissum samt að vildum ekki einblína mikið á Norðurlöndin, af því að við höfum ferðast töluvert um Norðurlöndin í gegnum tíðina,“ segir Anna. Frá Danmörku lá leiðin til Þýskalands, þar sem hjónin náðu að skoða sig vel um. „Gulli er mikill áhugamaður um sögu og stríðsminjar og dró mig með sér á alls kyns staði sem ég vissi ekkert um,“ segir Anna og bætir við að hingað til hafi þau lítið verið að heimsækja söfn, eða fara inn í stórar borgir. „Við erum ekki mikið fyrir að elta þetta „týpíska“ túristadæmi.“ Fastagestir á tjaldsvæðum Hjónin hafa heimsótt fjórtán lönd í Evrópu; Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Tékkland, Slóvakíu, Austurríki, Frakkland, Liechtenstein, Pólland, Lúxemburg, Belgíu, Holland, Spán og loks Portúgal þar sem þau dvelja nú. Á ferðalaginu hafa Anna og Gulli gist á tjaldstæðum og nýtt þar sturtuaðstöðu og þvottavélaðstöðu. Á tjaldstæðunum hér og þar í Evrópu hafa þau hitt fjölmarga ferðalanga héðan og þaðan úr heiminum, sem einnig eru að ferðast um álfuna á húsbíl. Í raun er hægt að tala um nokkurskonar húsbílasamfélag og á tjaldstæðunum verða oft til skemmtileg kynni þar sem fólk deilir sögum og ferðaráðum með hvort öðru. Aðspurð segjast þau aldrei hafa upplifað sig óörugg á ferðalaginu, eða lent í ógnvekjandi aðstæðum. Tjaldstæði í Sviss.Aðsend „Það er líka mjög gaman að finna andann í þessu húsbílasamfélagi, það eru allir að hjálpa hver öðrum. Ef það eru fleiri en einn húsbíll á sama stæðinu þá getur verið verið nokkuð óhræddur við að fara og skilja bílinn eftir, vitandi að aðrir á stæðinu munu hafa auga með honum,“ segir Gulli. Þau segjast nánast undantekningarlaust vekja athygli, verandi frá Íslandi. „Það stendur „Ísland“ á bílnum okkar og það vekur alltaf athygli. Fólk er mjög forvitið um okkur og Ísland, og margir nefna íslenska sjónvarpsþætti sem þeir hafa séð. Við skerum okkur alveg úr þar sem við komum.“ Hjónin hafa þó ekki einungis gist á sérstökum tjald-eða húsbílasvæðum á ferðalaginu. „Við erum til dæmis búin að gista á allskyns sveitabæjum sem bjóða upp á aðstöðu fyrir húsbíla, sem okkur finnst alveg geggjað. Til dæmis á vínekrum, á hestabúgarði og lamadýrabúgarði, sem var mjög skemmtilegt.“ Auschwitz stendur upp úr Aðspurð um hvort einhverjir staðir eða lönd standi sérstaklega upp úr á ferðalaginu til þessa nefna þau sérstaklega Slóvakíu og Tékkland. Anna segir heimsókn í Auschwitz safnið einnig standa upp úr. „Ég var búin að segja við Gulla að hann myndi hugsanlega þurfa að fara einn, ég var hreinlega ekki viss um að ég myndi treysta mér í það. En ég lét tilleiðast og ég er mjög glöð að ég gerði það vegna þess að það hafði rosalega mikil áhrif á mig að koma þarna. Það er borin svo mikil virðing þarna fyrir þessari sögu. Það var ekki verið að fegra neitt en það var samt ekki verið að ýkja eða magna upp allan hryllinginn. Þetta var eitthvað svo fallegt í ljótleikanum. En ég var alveg búin á því eftir á. Þetta er svona upplifun sem maður gleymir aldrei.“ Þau hafa oft lent í skondum uppákomum á ferðalaginu, þá ekki síst þegar það skapast vandræði vegna tungumálaörðugleika, enda ekki alltaf sjálfgefið að heimamenn tali ensku. Heimilishundurinn Askur unir sér vel á ströndinni.Aðsend „En það sem hefur gagnast hingað til er að læra að segja „góðan daginn“ og „takk fyrir“ í viðkomandi tungumáli, og að brosa. Ég hef prófað þetta í öllum þeim löndum sem við höfum komið til og það virkar alltaf. En annars finnst mér eiginlega bara gaman að eiga samskipti við fólk með því að styðjast bara við hendurnar og svipbrigði og það geta skapast svolítið skemmtilegar samræður út frá því,“ segir Anna. Einföld eldamennska Aðspurð um hvort sambúð af þessu tagi geti reynt á þolrifin segja hjónin að það gangi merkilega vel. „En við erum bæði með hljóðeinangrandi heyrnartól, og ef það liggur eitthvað illa á okkur eða við förum í fýlu út í hvort annað þá er lítið mál að skella bara heyrnartólunum á sig og loka sig aðeins af,“ segir Anna hlæjandi. „Já, eða bara fara út einn í göngutúr. Maður er nú með alla Evrópu sem bakgarð!“ bætir Gulli við. „Mér finnst æðislegt, þegar ég er búin að vinna á daginn, að geta farið og lagst út í sólina með hljóðbók í eyrunum, eða farið út að labba með Ask, í staðinn fyrir að vera föst í traffík á leiðinni heim,“ segir Anna. Með nægjusemi að vopni Skiljanlega hafi þau Anna og Gulli þurft að tileinka sér ákveðna nægjusemi á ferðalaginu og segja þau merkilegt hvað það sé í raun hægt að komast af með lítið. Þau segjast alls ekki vera orðin leið á því að búa þröngt, og sakni þess ekki að vera ekki með hin og þessi nútímaþægindi. Þau hafi einfaldlega aðlagað sig að breyttum lífsstíl. „Við erum ekki með mikið af fötum, það er einfaldlega ekki nóg geymslupláss í bílnum. Við erum í raun bara rétt með nóg til skiptanna,“ segir Anna. Aðspurð um hvernig þau sinni matseld segjast hjónin vera með gashellur í bílnum, sem eru þess eðlis að það er bæði hægt að elda og baka á þeim. Það kemur sér vel að Anna er hagsýn húsmóðir í eðli sínu, eins og hún orðar það sjálf. En af skiljanlegum ástæðum hafa þau þurft að temja sér nokkuð einfalda eldamennsku. „En það er allt í lagi, Gulli var nú á sjó í þrjátíu ár og þar lærði hann að borða einfaldlega það sem fyrir hann var lagt! En svo höfum við líka borðað töluvert mikið úti, enda mun ódýrara að borða á veitingastöðum hér heldur en á Íslandi.“ Nautakjöt í matinn Anna nefnir einnig að matvöruverð sé mun lægra en á Íslandi, og þar með sparast töluverður peningur. „Ég held ég hafi til dæmis aldrei verið eins oft með nautakjöt í matinn. Úrvalið af fersku grænmeti og ávöxtum er líka allt annað en á Íslandi. Mér finnst afskaplega gaman að fara í matvörubúðir í hinum og þessum löndum og skoða úrvalið. Maður er alveg hættur að leggja saman verð í huganum á meðan maður týnir ofan í körfuna, eins og maður gerði alltaf heima á Íslandi. En við erum samt ekkert stanslaust að einblína á hvað er allt er ódýrara hérna úti. Við erum fyrst og fremst að njóta.“ Askur, hundur Önnu og Gulla hefur sem fyrr segir flakkað með þeim um Evrópu undanfarna mánuði og hefur það gengið eins og í sögu. Það væsir svo sannarlega ekki um Ask á ferðalaginu.Aðsend „Hann er voða háður okkur og við unum okkur afskaplega vel, við þrjú í þessum litla bíl. Okkur finnst þetta geggjað. Askur er alveg fordekraður hérna hjá okkur og hingað til hefur hann alls staðar verið velkominn á þeim stöðum sem við höfum heimsótt. Hann er búinn að skemmta sér vel við að skoða og elta allskyns dýr sem hann hefur aldrei séð áður, eins og um daginn var hann að skoða engisprettur og var alveg gáttaður. Svo höfum við keyrt niður á strönd og leyft honum að hlaupa um og busla smá. Það er afskaplega gaman að upplifa þetta allt með honum.“ Þakklát vinnuveitendum Sem fyrr segir sinnir Anna starfi sínu hjá Lotu í fjarvinnu á meðan þau hjónin flakka um Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að hún vinnur frá átta til fjögur eða níu til fimm á daginn. „Ég er svo heppin að vera með alveg frábæra vinnuveitendur sem voru boðnir og búnir til að koma til móts við mig og gera okkur kleift að láta þetta verða að veruleika. Ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta traust, þetta eru mikil forréttindi. En það kom líka á daginn að þetta hefur ekki haft nein áhrif á vinnuframlagið hjá mér. Það er alltaf hægt að ná í mig og ég er alltaf í sambandi, alveg eins og heima á Íslandi.“ Vinnustopp í trukkastoppi.Aðsend Eitt af því sem Anna og Gulli fjárfestu í áður en þau lögðu að stað var loftnet og router. „Routerinn sem við erum með er sambærilegur og er notaður í vöruflutningabílum og á skipum,“ segir Anna. „Við vissum að við yrðum að passa upp á að vera með almennilega nettengingu, af því að til að geta leyft okkur þetta þá þarf ég að geta unnið hvar sem er, og vinnan gengur fyrir. Og það hefur ekki klikkað hingað til; ég hef getað unnið allstaðar, hvort sem það er uppi í Ölpunum, eða einhvers staðar lengst uppi í sveit í Tékklandi eða Slóvakíu!" Hún bætir við að vinnufélagar hennar og viðskiptavinir séu orðnir vanir því að hún sé sífellt stödd í nýju landi. „Viðskiptavinirnir eru farnir að spyrja á fjarfundum: „Jæja, hvar ertu svo stödd núna?“ Það hafa allir tekið rosalega vel í þetta.“ Æðruleysið er mikilvægt Hjónin segja undanfarna sex mánuði hafa verið ótrúlega lærdómsríka. „Þetta er eiginlega bara búið að gera kraftaverk fyrir andlegu heilsuna hjá okkur báðum,“ segir Anna. „Mér finnst ég upplifa miklu meiri ró heldur en ég gerði áður. Maður er algjörlega laus við allt stressið sem maður var fastur í heima á Íslandi. Maður hefur líka lært að taka einn dag í einu, og njóta litlu hlutanna. Ég hef verið að kljást við ofsakvíða í nærri því þrjátíu ár en ég hef varla fengið eitt einasta kvíðakast eftir að byrjuðum að ferðast.“ Og Gulli tekur undir: „Við höfum líka séð það betur hvað andrúmsloftið heima á Íslandi, þá sérstaklega í Reykjavík, getur verið ótrúlega stressandi. Allir í einhverju lífsgæðakapphlaupi. Og þó svo að við höfum alltaf litið svo á að við værum ekki föst í þessu lífsgæðakapphlaupi þá hefur það greinilega haft áhrif.“ Anna og Askur í Austurríki.Aðsend Þau eru sammála um að þetta snúist um að nálgast aðstæður af ákveðnu æðruleysi. „Og vera ekki að gera stórmál úr einhverju sem skiptir í raun engu máli. Ef ég missi af þessum sjónvarpsþætti, eða þessum viðburði þá geri ég bara eitthvað annað í staðinn. Það er svo hollt og gott fyrir sálina að leyfa sér að slaka á kröfunum og hætta að hafa áhyggjur af hlutum sem skipta ekki máli,“ segir Anna og bætir við: „Það er hægt að bjarga öllu og redda öllu og ef það er ekki hægt, gerir það þá nokkuð til? Ég held nefnilega að það séum fyrst og fremst við sjálf sem erum að setja á okkur hömlur, en um leið erum við að útiloka það að prófa nýja og öðruvísi hluti.“ „Það hefur heldur ekki neitt upp á sig að vera velta sér upp einhverjum smámunum. Það er bara að fara að stoppa mann,“ segir Gulli. „Við höfum til dæmis oft lent í því á ferðalaginu að vera föst í umferðarteppu, en maður er einhvern veginn ekkert að stressa sig á því, maður tekur bara upp einhverja skemmtilega hljóðbók eða ég gríp í prjónana. Við erum heldur ekkert undir einhverri tímapressu, við erum ekki í neinu stressi með að vera komin hingað og þangað á einhverjum ákveðnum tíma,“ segir Anna jafnframt. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi Þegar blaðamaður náði tali af hjónunum voru þau stödd í smábæ í um klukkustundarfjarlægð frá Lissabon en þar hafa þau dvalið undanfarnar vikur. „Við ákváðum með þriggja daga fyrirvara að koma hingað, við vorum þá á Spáni, á milli Alicante og Torrevieja, þegar okkur bauðst að passa hús vinahjóna okkar hérna í Portúgal. En við finnum að það er kominn ferðahugur í okkur. Núna erum við til dæmis búin að gista í þessu húsi í mánuð og fólk er að spyrja okkur hvort okkur finnist ekki gott að vera komin í hús. En okkur finnst það eiginlega ekki. Það er búið að vera mjög gott að vera hérna en okkur er farið að langa í „okkar“ og húsbíllinn er bara heimilið okkar núna.“ Anna og Gulli sjá fyrir sér að vera á flakki næstu misserin og eru ekki viss um hvort eða hvenær þau muni snúa aftur til Íslands.Aðsend Eftir að dvölinni í Portúgal lýkur er planið hjá þeim Önnu og Gulla að keyra norður í Portúgal. „Foreldrar Gulla verða á Kanarí í febrúar, og við ætlum að taka vikufrí og hitta þau þar. Síðan er planið að hitta mömmu mína og manninn hennar á Torrevieja og halda síðan suður til Ítalíu og hitta dætur okkar þrjár í Róm um páskana.“ Þau halda síðan öllum möguleikum opnum eftir Rómarheimsóknina. „Við höfum hvorugt komið til Ítalíu og erum spennt að skoða okkur um þar. Alpalöndin eru líka heillandi, og líka löndin sem liggja að Svartahafi,“ segir Anna en hjónin útiloka heldur ekki að heimsækja aftur einhver lönd. „Okkur líður voða vel í Þýskalandi til dæmis og við getum líka hugsað okkur að fara aftur til Frakklands og skoða okkur betur um þar.“ Aðspurð um hvað þau myndu ráðleggja öðrum sem dreymir um að prófa þennan lífsstíl segja Anna og Gulli að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Gulli bætir við að það sé kostur að kunna eitthvað fyrir sér í alls kyns viðhaldi og viðgerðum því ekki er hægt að treysta því að maður komist strax á verkstæði. „Við höfum aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Það eru auðvitað ótrúlega mikil forréttindi að hafa þetta frelsi, að vera ekki bundin neinum stað, og geta farið þegar maður vill og dvalið eins lengi og maður vill á hverjum stað. Eins og staðan er núna þá erum við alls ekki viss um hvenær við komum heim, eða hvort við komum heim yfirhöfuð. Þetta er okkar „heima“ núna.“ Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fantasía sem mótaðist á heimshornaflakki Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna. 7. desember 2023 14:00 Ævintýri Freyju og Frikka halda áfram í ævintýralandinu Ástralíu Nýlega kom út fjórða bókin í bókaflokknum Ævintýri Freyju og Frikka en hún ber nafnið Allt á hvolfi í Ástralíu. 15. nóvember 2023 09:44 Sváfu undir berum himni umkringdar villihundum Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr Leifsdóttir lentu í heldur óvenjulegri lífsreynslu þegar þær héldu í heimsreisuferð fyrir nokkru síðan. 2. nóvember 2023 15:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Það var um haustið 2022 sem að þau hjónin fóru að íhuga þann möguleika að rífa sig upp með rótum og leggja land undir fót. Anna er menntaður verkfræðingur og hefur starfað um árabil hjá verkfræði- og ráðgjafastofunni Lotu. Þegar heimsfaraldurinn skall á, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, sinnti hún starfinu sínu í fjarvinnu eins og svo margir aðrir. „Þá vandist maður því að vinna heima og taka alla fundi og slíkt þaðan og í kjölfarið sá ég að það skipti í raun engu máli hvar ég var stödd. Ég gat sinnt minni vinnu hvar sem er,“ segir hún. Dæturnar flognar úr hreiðrinu Gunnlaugur, sem ávallt er kallaður Gulli, var búinn að vera á sjó í yfir þrjá áratugi þegar hann lenti í kulnun. Hann kom í land og fór í skóla og lauk meistaranámi í veiðafæratækni en líðanin lagaðist lítið. „Ég lenti í „major“ burnouti, og það lagaðist ekkert þó ég kæmi í land,“ segir hann. „Ég var á leiðinni í prógramm hjá Virk þegar við fórum að velta þessum möguleika fyrir okkur.“ Á þessum tíma bjuggu Anna og Gulli í leiguíbúð í Garðabæ. Anna á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Gulli eina. Dæturnar eru allar flognar úr hreiðrinu og búa tvær þeirra erlendis, önnur í Gautaborg og hin í Brussel. „Við áttum í raun ekkert, engan varasjóð og engar eignir. Það eina sem við áttum voru mótorhjólin okkar tvö og húsbíll sem við höfðum keypt notaðan þremur árum áður,“ segir Anna. Hjónin höfðu á þessum þremur árum notað húsbílinn töluvert og ferðast á honum um landið ásamt heimilishundinum Aski. „Og okkur leið alltaf svo vel í honum. Alltaf þegar við vorum að keyra til baka í bæinn kom yfir mann einhver leiði. Manni fannst leiðinlegt að vera keyra aftur heim í borgina,“ segir Anna jafnframt. Eins og svo flestir Íslendingar höfðu hjónin varið megninu af ævinni í að vinna, borða, sofa og halda uppi heimili. Þau voru að eigin sögn farin að þrá ævintýri. „Ég byrjaði ung að eignast börn,“ segir Anna. „Og maður var búin að skrimta mest alla ævina. Það var bara kominn tími á þetta; að láta draumana rætast og stökkva tækifærið.“ Reyndu að plana sem minnst Það liðu tæpir átta mánuðir frá því að Anna og Gulli byrjuðu að ræða hugmyndina þar til þau lögðu land undir fót. „Það fyrsta sem við gerðum var að setja upp fjárhagsáætlun og reikna allt út. Við tókum saman útgjaldaliði og þess háttar, og hvernig og hvort við gætum látið þetta ganga upp fjárhagslega,“ segir Anna og bætir við að þarna hafi verkfræðimenntunin svo sannarlega komið sér vel. „Og við fengum það út að þetta væri svo sannarlega mögulegt. Ef við gætum komið því í kring að ég myndi sinna mínu starfi í fjarvinnu þá gætum við lifað á þeim tekjum eingöngu.“ Þau nefna sem dæmi að olía hafi vissulega verið mjög stór útgjaldaliður undanfarið hálft ár, en kostnaðurinn sé engu að síður mun minni en það sem þau hefðu annars greitt í húsaleigu heima á Íslandi. „Við lögðum upp með eina reglu og það var að plana sem allra minnst. Það er heldur ekkert gott að vera að plana of mikið. Það setur bara pressu á mann og býr til stress,“ segir Gulli. Hefur hemil á safnaranum í sér Anna og Gulli sögðu upp leigusamningnum að íbúðinni í Garðabænum og losuðu sig við flestallt sem þau áttu. Anna viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að sjá á eftir ákveðnum eigum. „Ég er nefnilega svolítill safnari í eðli mínu. Ég var búin að sanka að mér hinum og þessum hlutum í gegnum tíðina sem höfðu ákveðið tilfinningalegt gildi. En maður lét sig hafa það og eftirá að hyggja þá sér maður að þetta var ákveðin hreinsun fyrir hugann og sálina. Maður varð léttari á sér. Við gátum selt eitthvað af því sem áttum, og restina gáfum við, eða fórum með í Sorpu,“ segir hún og bætir við að á ferðalaginu undanfarna mánuði hafi hún síðan þurft að hafa hemil á „safnaranum í sér“. „Þetta er búið að vera smá persónuleg áskorun, ég er svo oft búin að sjá hluti sem mig langar að kaupa, eins og bara núna um daginn þegar ég fór á útimarkað í Lissabon. En það er einfaldlega ekkert pláss í bílnum fyrir auka farangur, og þannig hef ég getað hamið mig. Þetta er búið að vera mjög fín æfing!“ Þau ákváðu snemma í ferlinu að setja á laggirnar opinn hóp á facebook og deila þar sögum, myndum og myndböndum frá Evrópuflakkinu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru hátt í 500 meðlimir í hópnum. Askur eltir íkorna „57 ára gamall karlmaður, 53 ára gömul kona og 9 ára gamall Yorkshire terrier hundur ákváðu að venda sínu kvæði í kross og flytja um borð í Fiat Ducato 2005 húsbílinn. Fyrirhugað er að flakka um Evrópu - tímamörk eru ekki meitluð í stein en byrjum á að miða við tvö ár 2023-2025. Anna Málfríður verður í fjarvinnu sem brunaverkfræðingur hjá Lotu, Gulli ætlar að sjá um bíl, hund og eiginkonu og Askur ætlar að elta íkorna og önnur skrítin dýr sem aðeins finnast í útlöndum. Hérna geta allir sem vilja, fengið að fylgjast með okkur og lífinu á flakki,“ stendur í kynningartexta hópsins. Anna og Gulli segjast hafa lagt upp með þá reglu að plana sem minnst, og þau sjá svo sannarlega ekki eftir því.Aðsend „Þessi hugmynd, að halda úti þessu hópi, fæddist frekar fljótt,“ segir Gulli og bætir við að stór hluti fylgjenda þeirra séu fólk sem þau þekkja jafnvel ekki neitt. „Við ákváðum líka strax að við ætluðum sko ekki að hafa bara einhverja glansmynd, heldur sýna raunveruleikann eins og hann er. Vera bara alveg galopin!“ bætir Anna við. Góður andi í húsbílasamfélaginu Í byrjun júní síðastliðnum héldu þau Anna, Gulli og Askur síðan af landi brott með Norrænu. Fyrsti áfangastaðurinn var Gautaborg, þar sem eldri dóttir Önnu er búsett. Þar dvöldu þau í nokkra daga og heimsóttu síðan æskuvin Gulla sem býr í Danmörku. „Þegar við lögðum af stað var Gautaborg í raun eini staðurinn sem var fyrirfram ákveðinn hjá okkur. Við vissum samt að vildum ekki einblína mikið á Norðurlöndin, af því að við höfum ferðast töluvert um Norðurlöndin í gegnum tíðina,“ segir Anna. Frá Danmörku lá leiðin til Þýskalands, þar sem hjónin náðu að skoða sig vel um. „Gulli er mikill áhugamaður um sögu og stríðsminjar og dró mig með sér á alls kyns staði sem ég vissi ekkert um,“ segir Anna og bætir við að hingað til hafi þau lítið verið að heimsækja söfn, eða fara inn í stórar borgir. „Við erum ekki mikið fyrir að elta þetta „týpíska“ túristadæmi.“ Fastagestir á tjaldsvæðum Hjónin hafa heimsótt fjórtán lönd í Evrópu; Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Tékkland, Slóvakíu, Austurríki, Frakkland, Liechtenstein, Pólland, Lúxemburg, Belgíu, Holland, Spán og loks Portúgal þar sem þau dvelja nú. Á ferðalaginu hafa Anna og Gulli gist á tjaldstæðum og nýtt þar sturtuaðstöðu og þvottavélaðstöðu. Á tjaldstæðunum hér og þar í Evrópu hafa þau hitt fjölmarga ferðalanga héðan og þaðan úr heiminum, sem einnig eru að ferðast um álfuna á húsbíl. Í raun er hægt að tala um nokkurskonar húsbílasamfélag og á tjaldstæðunum verða oft til skemmtileg kynni þar sem fólk deilir sögum og ferðaráðum með hvort öðru. Aðspurð segjast þau aldrei hafa upplifað sig óörugg á ferðalaginu, eða lent í ógnvekjandi aðstæðum. Tjaldstæði í Sviss.Aðsend „Það er líka mjög gaman að finna andann í þessu húsbílasamfélagi, það eru allir að hjálpa hver öðrum. Ef það eru fleiri en einn húsbíll á sama stæðinu þá getur verið verið nokkuð óhræddur við að fara og skilja bílinn eftir, vitandi að aðrir á stæðinu munu hafa auga með honum,“ segir Gulli. Þau segjast nánast undantekningarlaust vekja athygli, verandi frá Íslandi. „Það stendur „Ísland“ á bílnum okkar og það vekur alltaf athygli. Fólk er mjög forvitið um okkur og Ísland, og margir nefna íslenska sjónvarpsþætti sem þeir hafa séð. Við skerum okkur alveg úr þar sem við komum.“ Hjónin hafa þó ekki einungis gist á sérstökum tjald-eða húsbílasvæðum á ferðalaginu. „Við erum til dæmis búin að gista á allskyns sveitabæjum sem bjóða upp á aðstöðu fyrir húsbíla, sem okkur finnst alveg geggjað. Til dæmis á vínekrum, á hestabúgarði og lamadýrabúgarði, sem var mjög skemmtilegt.“ Auschwitz stendur upp úr Aðspurð um hvort einhverjir staðir eða lönd standi sérstaklega upp úr á ferðalaginu til þessa nefna þau sérstaklega Slóvakíu og Tékkland. Anna segir heimsókn í Auschwitz safnið einnig standa upp úr. „Ég var búin að segja við Gulla að hann myndi hugsanlega þurfa að fara einn, ég var hreinlega ekki viss um að ég myndi treysta mér í það. En ég lét tilleiðast og ég er mjög glöð að ég gerði það vegna þess að það hafði rosalega mikil áhrif á mig að koma þarna. Það er borin svo mikil virðing þarna fyrir þessari sögu. Það var ekki verið að fegra neitt en það var samt ekki verið að ýkja eða magna upp allan hryllinginn. Þetta var eitthvað svo fallegt í ljótleikanum. En ég var alveg búin á því eftir á. Þetta er svona upplifun sem maður gleymir aldrei.“ Þau hafa oft lent í skondum uppákomum á ferðalaginu, þá ekki síst þegar það skapast vandræði vegna tungumálaörðugleika, enda ekki alltaf sjálfgefið að heimamenn tali ensku. Heimilishundurinn Askur unir sér vel á ströndinni.Aðsend „En það sem hefur gagnast hingað til er að læra að segja „góðan daginn“ og „takk fyrir“ í viðkomandi tungumáli, og að brosa. Ég hef prófað þetta í öllum þeim löndum sem við höfum komið til og það virkar alltaf. En annars finnst mér eiginlega bara gaman að eiga samskipti við fólk með því að styðjast bara við hendurnar og svipbrigði og það geta skapast svolítið skemmtilegar samræður út frá því,“ segir Anna. Einföld eldamennska Aðspurð um hvort sambúð af þessu tagi geti reynt á þolrifin segja hjónin að það gangi merkilega vel. „En við erum bæði með hljóðeinangrandi heyrnartól, og ef það liggur eitthvað illa á okkur eða við förum í fýlu út í hvort annað þá er lítið mál að skella bara heyrnartólunum á sig og loka sig aðeins af,“ segir Anna hlæjandi. „Já, eða bara fara út einn í göngutúr. Maður er nú með alla Evrópu sem bakgarð!“ bætir Gulli við. „Mér finnst æðislegt, þegar ég er búin að vinna á daginn, að geta farið og lagst út í sólina með hljóðbók í eyrunum, eða farið út að labba með Ask, í staðinn fyrir að vera föst í traffík á leiðinni heim,“ segir Anna. Með nægjusemi að vopni Skiljanlega hafi þau Anna og Gulli þurft að tileinka sér ákveðna nægjusemi á ferðalaginu og segja þau merkilegt hvað það sé í raun hægt að komast af með lítið. Þau segjast alls ekki vera orðin leið á því að búa þröngt, og sakni þess ekki að vera ekki með hin og þessi nútímaþægindi. Þau hafi einfaldlega aðlagað sig að breyttum lífsstíl. „Við erum ekki með mikið af fötum, það er einfaldlega ekki nóg geymslupláss í bílnum. Við erum í raun bara rétt með nóg til skiptanna,“ segir Anna. Aðspurð um hvernig þau sinni matseld segjast hjónin vera með gashellur í bílnum, sem eru þess eðlis að það er bæði hægt að elda og baka á þeim. Það kemur sér vel að Anna er hagsýn húsmóðir í eðli sínu, eins og hún orðar það sjálf. En af skiljanlegum ástæðum hafa þau þurft að temja sér nokkuð einfalda eldamennsku. „En það er allt í lagi, Gulli var nú á sjó í þrjátíu ár og þar lærði hann að borða einfaldlega það sem fyrir hann var lagt! En svo höfum við líka borðað töluvert mikið úti, enda mun ódýrara að borða á veitingastöðum hér heldur en á Íslandi.“ Nautakjöt í matinn Anna nefnir einnig að matvöruverð sé mun lægra en á Íslandi, og þar með sparast töluverður peningur. „Ég held ég hafi til dæmis aldrei verið eins oft með nautakjöt í matinn. Úrvalið af fersku grænmeti og ávöxtum er líka allt annað en á Íslandi. Mér finnst afskaplega gaman að fara í matvörubúðir í hinum og þessum löndum og skoða úrvalið. Maður er alveg hættur að leggja saman verð í huganum á meðan maður týnir ofan í körfuna, eins og maður gerði alltaf heima á Íslandi. En við erum samt ekkert stanslaust að einblína á hvað er allt er ódýrara hérna úti. Við erum fyrst og fremst að njóta.“ Askur, hundur Önnu og Gulla hefur sem fyrr segir flakkað með þeim um Evrópu undanfarna mánuði og hefur það gengið eins og í sögu. Það væsir svo sannarlega ekki um Ask á ferðalaginu.Aðsend „Hann er voða háður okkur og við unum okkur afskaplega vel, við þrjú í þessum litla bíl. Okkur finnst þetta geggjað. Askur er alveg fordekraður hérna hjá okkur og hingað til hefur hann alls staðar verið velkominn á þeim stöðum sem við höfum heimsótt. Hann er búinn að skemmta sér vel við að skoða og elta allskyns dýr sem hann hefur aldrei séð áður, eins og um daginn var hann að skoða engisprettur og var alveg gáttaður. Svo höfum við keyrt niður á strönd og leyft honum að hlaupa um og busla smá. Það er afskaplega gaman að upplifa þetta allt með honum.“ Þakklát vinnuveitendum Sem fyrr segir sinnir Anna starfi sínu hjá Lotu í fjarvinnu á meðan þau hjónin flakka um Evrópu. Fyrirkomulagið er þannig að hún vinnur frá átta til fjögur eða níu til fimm á daginn. „Ég er svo heppin að vera með alveg frábæra vinnuveitendur sem voru boðnir og búnir til að koma til móts við mig og gera okkur kleift að láta þetta verða að veruleika. Ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta traust, þetta eru mikil forréttindi. En það kom líka á daginn að þetta hefur ekki haft nein áhrif á vinnuframlagið hjá mér. Það er alltaf hægt að ná í mig og ég er alltaf í sambandi, alveg eins og heima á Íslandi.“ Vinnustopp í trukkastoppi.Aðsend Eitt af því sem Anna og Gulli fjárfestu í áður en þau lögðu að stað var loftnet og router. „Routerinn sem við erum með er sambærilegur og er notaður í vöruflutningabílum og á skipum,“ segir Anna. „Við vissum að við yrðum að passa upp á að vera með almennilega nettengingu, af því að til að geta leyft okkur þetta þá þarf ég að geta unnið hvar sem er, og vinnan gengur fyrir. Og það hefur ekki klikkað hingað til; ég hef getað unnið allstaðar, hvort sem það er uppi í Ölpunum, eða einhvers staðar lengst uppi í sveit í Tékklandi eða Slóvakíu!" Hún bætir við að vinnufélagar hennar og viðskiptavinir séu orðnir vanir því að hún sé sífellt stödd í nýju landi. „Viðskiptavinirnir eru farnir að spyrja á fjarfundum: „Jæja, hvar ertu svo stödd núna?“ Það hafa allir tekið rosalega vel í þetta.“ Æðruleysið er mikilvægt Hjónin segja undanfarna sex mánuði hafa verið ótrúlega lærdómsríka. „Þetta er eiginlega bara búið að gera kraftaverk fyrir andlegu heilsuna hjá okkur báðum,“ segir Anna. „Mér finnst ég upplifa miklu meiri ró heldur en ég gerði áður. Maður er algjörlega laus við allt stressið sem maður var fastur í heima á Íslandi. Maður hefur líka lært að taka einn dag í einu, og njóta litlu hlutanna. Ég hef verið að kljást við ofsakvíða í nærri því þrjátíu ár en ég hef varla fengið eitt einasta kvíðakast eftir að byrjuðum að ferðast.“ Og Gulli tekur undir: „Við höfum líka séð það betur hvað andrúmsloftið heima á Íslandi, þá sérstaklega í Reykjavík, getur verið ótrúlega stressandi. Allir í einhverju lífsgæðakapphlaupi. Og þó svo að við höfum alltaf litið svo á að við værum ekki föst í þessu lífsgæðakapphlaupi þá hefur það greinilega haft áhrif.“ Anna og Askur í Austurríki.Aðsend Þau eru sammála um að þetta snúist um að nálgast aðstæður af ákveðnu æðruleysi. „Og vera ekki að gera stórmál úr einhverju sem skiptir í raun engu máli. Ef ég missi af þessum sjónvarpsþætti, eða þessum viðburði þá geri ég bara eitthvað annað í staðinn. Það er svo hollt og gott fyrir sálina að leyfa sér að slaka á kröfunum og hætta að hafa áhyggjur af hlutum sem skipta ekki máli,“ segir Anna og bætir við: „Það er hægt að bjarga öllu og redda öllu og ef það er ekki hægt, gerir það þá nokkuð til? Ég held nefnilega að það séum fyrst og fremst við sjálf sem erum að setja á okkur hömlur, en um leið erum við að útiloka það að prófa nýja og öðruvísi hluti.“ „Það hefur heldur ekki neitt upp á sig að vera velta sér upp einhverjum smámunum. Það er bara að fara að stoppa mann,“ segir Gulli. „Við höfum til dæmis oft lent í því á ferðalaginu að vera föst í umferðarteppu, en maður er einhvern veginn ekkert að stressa sig á því, maður tekur bara upp einhverja skemmtilega hljóðbók eða ég gríp í prjónana. Við erum heldur ekkert undir einhverri tímapressu, við erum ekki í neinu stressi með að vera komin hingað og þangað á einhverjum ákveðnum tíma,“ segir Anna jafnframt. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi Þegar blaðamaður náði tali af hjónunum voru þau stödd í smábæ í um klukkustundarfjarlægð frá Lissabon en þar hafa þau dvalið undanfarnar vikur. „Við ákváðum með þriggja daga fyrirvara að koma hingað, við vorum þá á Spáni, á milli Alicante og Torrevieja, þegar okkur bauðst að passa hús vinahjóna okkar hérna í Portúgal. En við finnum að það er kominn ferðahugur í okkur. Núna erum við til dæmis búin að gista í þessu húsi í mánuð og fólk er að spyrja okkur hvort okkur finnist ekki gott að vera komin í hús. En okkur finnst það eiginlega ekki. Það er búið að vera mjög gott að vera hérna en okkur er farið að langa í „okkar“ og húsbíllinn er bara heimilið okkar núna.“ Anna og Gulli sjá fyrir sér að vera á flakki næstu misserin og eru ekki viss um hvort eða hvenær þau muni snúa aftur til Íslands.Aðsend Eftir að dvölinni í Portúgal lýkur er planið hjá þeim Önnu og Gulla að keyra norður í Portúgal. „Foreldrar Gulla verða á Kanarí í febrúar, og við ætlum að taka vikufrí og hitta þau þar. Síðan er planið að hitta mömmu mína og manninn hennar á Torrevieja og halda síðan suður til Ítalíu og hitta dætur okkar þrjár í Róm um páskana.“ Þau halda síðan öllum möguleikum opnum eftir Rómarheimsóknina. „Við höfum hvorugt komið til Ítalíu og erum spennt að skoða okkur um þar. Alpalöndin eru líka heillandi, og líka löndin sem liggja að Svartahafi,“ segir Anna en hjónin útiloka heldur ekki að heimsækja aftur einhver lönd. „Okkur líður voða vel í Þýskalandi til dæmis og við getum líka hugsað okkur að fara aftur til Frakklands og skoða okkur betur um þar.“ Aðspurð um hvað þau myndu ráðleggja öðrum sem dreymir um að prófa þennan lífsstíl segja Anna og Gulli að það sé allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Gulli bætir við að það sé kostur að kunna eitthvað fyrir sér í alls kyns viðhaldi og viðgerðum því ekki er hægt að treysta því að maður komist strax á verkstæði. „Við höfum aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Það eru auðvitað ótrúlega mikil forréttindi að hafa þetta frelsi, að vera ekki bundin neinum stað, og geta farið þegar maður vill og dvalið eins lengi og maður vill á hverjum stað. Eins og staðan er núna þá erum við alls ekki viss um hvenær við komum heim, eða hvort við komum heim yfirhöfuð. Þetta er okkar „heima“ núna.“
Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fantasía sem mótaðist á heimshornaflakki Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna. 7. desember 2023 14:00 Ævintýri Freyju og Frikka halda áfram í ævintýralandinu Ástralíu Nýlega kom út fjórða bókin í bókaflokknum Ævintýri Freyju og Frikka en hún ber nafnið Allt á hvolfi í Ástralíu. 15. nóvember 2023 09:44 Sváfu undir berum himni umkringdar villihundum Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr Leifsdóttir lentu í heldur óvenjulegri lífsreynslu þegar þær héldu í heimsreisuferð fyrir nokkru síðan. 2. nóvember 2023 15:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Fantasía sem mótaðist á heimshornaflakki Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna. 7. desember 2023 14:00
Ævintýri Freyju og Frikka halda áfram í ævintýralandinu Ástralíu Nýlega kom út fjórða bókin í bókaflokknum Ævintýri Freyju og Frikka en hún ber nafnið Allt á hvolfi í Ástralíu. 15. nóvember 2023 09:44
Sváfu undir berum himni umkringdar villihundum Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr Leifsdóttir lentu í heldur óvenjulegri lífsreynslu þegar þær héldu í heimsreisuferð fyrir nokkru síðan. 2. nóvember 2023 15:01
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00