Lífið

Í beinni: Dregið í undanriðla Euro­vision 2024

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Loreen var sigurvegari Eurovision í fyrra fyrir hönd Svíþjóðar.
Loreen var sigurvegari Eurovision í fyrra fyrir hönd Svíþjóðar. PRoberto Ricciuti/Redferns/Getty

Dregið verður um það í dag í hvaða röð fulltrúar þátttökuþjóða í Eurovision stíga á svið í undankeppnunum tveimur, á þriðjudagskvöldinu og fimmtudagskvöldinu í Malmö í maí. Drátturinn hefst klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Undankeppnirnar fara fram þriðjudagskvöldið 7. maí og fimmtudagskvöldið 9. maí næstkomandi, áður en úrslitin fara svo fram á laugardagskvöldinu þann 11. maí. Ísland mun að óbreyttu venju samkvæmt keppa á öðru hvoru kvöldinu.

Einu löndin sem ekki eru með í drættinum í kvöld eru stóru fimm löndin sem verja mestum fjármunum í skipulagningu keppninnar og sigurvegarinn í fyrra. Það eru Bretland, Ítalía, Frakkland, Þýskaland, Spánn og sigurvegarinn Svíþjóð.

Horfa má á dráttinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan: 

Ísland í hópi tvö

Listi yfir hópana má sjá hér fyrir neðan. Auk þess verður dregið um það hvort lönd stígi á svið fyrri hluta keppninnar eða seinni hluta keppninnar. Þá verður auk þess dregið um það á hvoru undankvöldinu stærstu löndin fimm, auk Svíþjóðar geta greitt atkvæði á.

Löndum hefur auk þess verið raðað saman í hópa, til þess að draga úr líkum á því að nágrannalönd endi saman í undankeppni. Ísland er í hópi með Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Noregi og Ástralíu. Sænsku sjónvarpskonurnar Pernilla Månsson Colt og Farah Abadi munu sjá um dráttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×