Luton valtaði yfir Brighton og Palace snéri taflinu við gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:05 Elijah Adebayo hlóð í þrennu fyrir Luton. Alex Pantling/Getty Images Nýliðar Luton unnu ótrúlegan 4-0 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Crystal Palace 3-2 sigur gegn botnliði Sheffield United. Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira