Ten Hag: Munur á agabrotum Rashford og Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 11:31 Erik ten Hag og Marcus Rashford eru hér báðir hissa á dóm í leik Manchester United á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, henti Jadon Sancho í frystikistuna og loks út úr félaginu en Marcus Rashford fær allt aðra meðferð hjá hollenska stjóranum. Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira