Ten Hag: Munur á agabrotum Rashford og Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 11:31 Erik ten Hag og Marcus Rashford eru hér báðir hissa á dóm í leik Manchester United á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, henti Jadon Sancho í frystikistuna og loks út úr félaginu en Marcus Rashford fær allt aðra meðferð hjá hollenska stjóranum. Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira